Ægir - 01.01.1909, Blaðsíða 3
ÆGIR.
55 .
una og fékk í hann 3—4 fiska i hið eina
skifli, er hann reyndi. Því miður man
eg ekki í svipinn að skýra ýtarlegar frá
þessari tilraun, sem sýnir, þólt í smáum
stýl sé, að ekki þarf mikinn útbúnað né
þekkingu á netaveiðum til þess að veiða
þorsk í net, þvi Jónas hafði aldrei séð
þorskanet áður.
í vor er leið útvegaði eg Hemmert
verzlunarstjóra á Skagciströnd eina neta-
trossu, sem eg býzt við að hafi verið
reynd í sumar eða haust, en fregnir af
þvi hefi eg eigi fengið enn.
Loks má geta þess, að Hrólfur Jak-
obsson frá Illugustöðum, gerði i vor lil-
raun til að leggja net frá stórum mótor-
bát i Faxaflóa, á svæði því er nefnist
Kantar, langt fyrir utan þau mið, er
þorskanet eru vanalega lögð á. Fyrst
reyndi liann 25. maí; lagði hann þá 40
net og fékk í þau á einni nóttu 1100 ai
vænum netafiski. Næslu tvær nætur fékk
hann aðeins 600 og 400 fiska, en botn-
vörpungar höfðu þá verið í kring um
hann. Um sama leyti öfluðu Akurnes-
ingar mjög vel í net heima fyrir hjá sér.
Er það óvanalegt, að þorskanet séu lög'ð
svo lengi fram eítir vori. Seinna ætlaði
Hrólfur að reyna viðar á djúpmiðum
norður með landi, en vélin i bátnum
bilaði, svo það varð að leggja honum
upp um langan tíma. Loks fór hann
vestur og norður seint í sept., en fréttir
hefi eg eigi haft af þeirri ferð enn.
Þessi tilraun Hrólfs er hin fyrsta hér
til þess að leggja net frá þilskipi úti á
opnu hafi og' má segja að hún hafi lán-
ast vel. Æskilegasta fyrirkomulagið við
þorskanetaveiði á rúmsjó væri óefað það,
að leggja netin frá litlum þilskipum með
gangvél (mólorbátum eða litlum kúttur-
um), þar gæli ekki verið mik.il hætta á
þvi, að ekki yrði vitjað daglega um netin.
En þelta fyrirkomulag er eigi mögulegt
nema þar sem öruggar hafnir eru, ekki
alt of langt í burtu.
Af því sem sagt er hér að framan
má sjá það, að þorskanetabrúkunin breið-
ist óðum út; menn sjá líka ílótt vfirburði
þá, sem nctin hafa yfir vanaleg veiðar-
færi: 1) að fiskurinn er að jafnaði miklu
vænni og fæst, hvort sem hann hefir lyst
á beitu eða ekki, 2) að beitu þarl' eigi
með og 3) að aflinn getur oft verið mjög
fljóttekinn.
Hins vegar hafa sumir, erreynthafa
hafa þorskanet til lengdar ýmislegt út á
þá veiðiaðfeið að setja svo sem það, að
netinséudýr, og er það vísu satt, en eru
þau mikið dýrari en lóð með beitunni
meðtaldri, eins og hún kostar stundum
og enda æði oft? Eg held varla. Þeir
segja einnig, að mikil hætta sé á að missa
þau, þegar illviðri hresta á. Það er salt,
þegar þau liggja fyrir opnu hafi, en eg
b\Tst við að þeirri hætlu megi að mestu
afstýra með fyrirkomulagi því, sem Gísli
í Óseyrarnesi fann upp og skýrt er frá
hér að framan. Innfjarða er liættan
minni. I þriðja lagi segja þeir, að fisk-
urinn skemmist oft mikið í netunum,
verði ekki verzlunarvara eða spilli jafn-
vel markaðinum. Þella er ejnnig satl,
og jafnframtatlnigaverðasti agnúinn áneta-
veiðunum, en eg skal gera nokkrar at-
lnigasemdir við það atriði.
Þegar vitjað er um uet daglega, og
fiskurinn hlóðgaður jafnharðan og hann
er innhyrtur, og annars farið sérstaklega
gætilega með hann, þar sem hann sök-
um fitu og mikilla innífla er viðkvæm-
ari en magrari fiskur, þó er víst ekki á-
stæða til að álíla annað, en að liann geli
orðið eins góð vara og annar fiskur sem ;
vel er farið með t. d. botnvörpufiskur. En
ef ekki er mögulegt að vitja um daglega,
þá skemmist fiskurinn íljótt og því meir,
sem hann er lengur í netunum, svo að