Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1912, Side 5

Ægir - 01.01.1912, Side 5
ÆGIR MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. 5. árg. Reykjavík. Janúarl9l2. HjER kemur aftuv fyrir almennings- sjónir fiskiveiðaritið »Ægir«. Ritið byrj- aði að koma út í júlí 1905 og kom út mánaðarlega i 4 ár, þangað til i júní- mánuði 1909. Þótt ritið hafi legið niðri nú í 2V* ár, þótti ekki ástæða til að breyta nafni þess, heldur miklu fremur að láta nafnið haldast, því að ritið hafði hlotið vinsældir miklar, og hjer er að eins að ræða um framhald útgáfunnar, er starfar i sama anda og keppir að sama marki og áður, sem sje vexti og fram- þróun fiskiveiða vorra og siglinga. En þess ber að geta, að ritið er miklu fær- ara nú en áður að starfa að ætlunarverki sinu, þar sem útgeíandi þess er nú Fiski- ijelag íslands, sem hlýtur að eiga langa og merkilega framtíð fyrir höndum. Hinn fyrri útgefandi feldi ritið niður á sínum tíma, ekki vegna þess, að það bæri sig ekki eða af því að áhugi hans hefði dofn- að, heldur eingöngu vegna þess, að hann mátti ekki skifta starfskröftum sínum, og hafði ekki tíma til að sinna útgáfu þess. Með þessu blaði hefst þannig 5. ár- gangur. Mun blaðið koma út einu sinni í mánuði fyrst um sinn, 12—18 arkir á ári. En ritstjóri verður sem fyr Matthí- as Þórðarson. Vjer væntum því þess, að allir, sem áhuga hafa á fiskiveiðamálum vorum, taki ritinu vel. Enda er útgáfa ritsins nú í svo góðum höndum, sem hún get- ur verið, þar sem Fiskifjelagið er skipað . I. jafngóðum kröftum og það nú er, en á fyrir sjer að vaxa og ná yfir landið alt. öllum ritgerðum, er lúta að sjávar- útvegi, verður veitt þakksamlega móttaka i blaðinu, jafnframt því, sem vjer óskum, að menn sýni oss þá velvild, að vinna að útbreiðslu blaðsins. Fiskiíjelag Íslands. Fyrir nokkrum árum síðan kom sú hugmynd fram, að nauðsyn bæri til að stofna fjelag, sem starfaði á sama hátt fyrir sjávarútveginn og Búnaðarfjelag ís- lands fyrir landbúnaðinn. í 1. tbl. I. árg. Ægis var þessu hreyft, og færð nokkur rök fyrir því, hve þarfur slikur fjelags- skapur væri. Nágrannaj)jóðir vorar, Norðmenn og Danir, hafa fyrir löngu komið slikum fjelagsskap á hjá sjer, og útlendir menn, sem kyntust sjávarútvegi vorum og vildu styðja að efnalegri velgengni þjóðar vorr- ar, svo sem höfuðsmennirnir Schack og Amundsen, sem höfðu landhelgisvörsluna á hendi, hinn fyrnefndi 1905 og síðar- nefndi 1907, voru þess mjög hvetjandi, að hjer væri stofnað fjelag, semnæðiyfir landið alt og beittist fyrir eflingu sjávar- útvegsins. Fjelagsmyndunin fórst þó fyrir það sinni. En það komst nokkurt skrið á málið, og menn skildu það til iulls, hversu sjávarútvegurinn var settur hjá

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.