Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1915, Blaðsíða 3

Ægir - 01.06.1915, Blaðsíða 3
ÆGIR 77 mennum þeim, sem seta sig aldrei úr færi, að eyðileggja þessa auðtrúa menn, sje þess nokkur kostur. Sjómannaheimili vantar hjer í Rej'kja- vík og liefur lengi vantað. Hinn fyrsti, sem sá þá þörf, var lir. kaupmaður Ror- lákur Johnsen, sem í ílestu var á undan tímanuin, þegar hann kom hingað og byrj- aði kaupskap hjer. Hann stofnaði gamla sjómannaklúbbinn, en hann gat ekki þrif- ist — enda þarf, sjerstska menn bæði á sjómannaheimilin og lestrarstofur til að umgangast sjómenn, og muna verður eftir því, að sjómannaheimilin eru hvervetna fyrir alla sjófarendur, hverrar þjóðar sem þeir eru, þeir eru alheims borgarar og þeir kannast allir við staðinn, þar sem þeir eru velkomnir — og þangað halda þeir. — Nú er komið svo áleiðis hjer, að sjó- mannaheimili mun verða reist í Reykja- vík innan skams. Til þess verða þó ekki íslendingar sjálfir, lieldur gjörir það Frels- isherinn og mun forstjóri hans hjer hr. Grauslund eiga mestan og bestan þátt í því. Hús það er reisa á verður hið veg- legasla. Hr. Grauslund liefur sýnt oss, livernig það á að verða innanhúss og virð- ist fyrirkomulag og herbergjaskipun mjög lík og á hinum bestu sjómannaheimilum erlendis, en húsið verður þó miklu minna en þau, enda engin þörf á stórhýsi hjer. í húsinu eru sjerstök svefnherbergi, al- menningur, borðstofa og lestrarsalur; eru þetta þau hlunnindi fyrir sjómenn sein dvelja hjer, sem á að meta að verðleik- um, og illa væri að verið, ef þetta fyrir- tæki væri eigi stjrrkt að einhverju leiti hjeðan. Oss lýst svo á hr. Grauslund, að hann sje einmitt maðurinn, sem þarf til að sljórna slíkri stofnun. það er vandasamt verk, en vonandi er, að menn alment fari að sjá, að það má ekki ganga alveg fram hjá sjómannastjett- inni, og vjer teljum víst að ýmsir bæjar- menn rísi upp, sem hjálpa hr. Grauslund við starf hans, geíi bækur og blöð á lestr- arstofu hans, máske lialdi|fyrirleslra fyrir heimilisiuenn (það eru allir sem búa á heimilinu) og stytti þeim stundir, inun- andi eftir því, að þessir menn eru þar, vegna þess að þeir eru einstæðingar og eiga ekki kost á að vera bjá sínum. Reykja- víkurbúar eru viðurkendir fyrir hjálpsemi ef á liggur og vjer teljum víst, að herra Grauslund megi vera viss um aðstoð, þeg- ar þetta heimili er komið á laggirnar og fólk veit hvernig sú aðstoð á að vera, því slíkt fyrirtæki má styrkja á margan hátt þótt ekki sje með beinhörðum peningum. Að endingu þökkum vjer hr. Grauslund fyrir alla kurteysi hans og góðar upplýs- ingar og óskum honum heilla með fyrir- tækið og vonum að hann verði ekki lát- inn berjast einn fyrir þessu verki. Þegar höfnin er fullgjör, má vænta að þar verði húsfyllir á kveldin mikinn hluta ársins. Rað ljettir slarf lögreglunnar. Skipstjórar vita hvert þeir eiga að fara til að ná í háseta, sem þeir þurfa. Sjálft húsið verð- ur bæjarpiýði og á án efa góða framtíð fyrir höndum, og útlendir sjómenn, sem fara af skipi hjer, vita þá hvar gistingu verður að fá, en það hefir þeim til þessa verið hutinn leyndardómur, þegar þeir fóru af skipsfjöl —. Skýrsla til Fiskifjelags íslands um ársfjórðunginn 1. jan. til 31. tnars 1915. Frá Matth. Ólafssgni. Frá 1. janúar til 27. var jeg heima í Reykjavik. Hinn 28. janúar fór jeg með Slerling

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.