Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1915, Blaðsíða 4

Ægir - 01.06.1915, Blaðsíða 4
78 ÆGIR til Ólafsvíkur. Var ferðinni heitið til Stykkisliólras, Ólafsvikur og Hjallasands. Jeg fór af skipinu í ólafsvík. Símaði jeg þá þegar til Daníels verslunarstjóra Bergmanns á Hjallasandi og bað hann að boða þar til fundar i fiskifjelagsdeild- inni daginn eftir. Laugardaginn 30. janúar reið jeg frá Ólafsvik út á Sand. Voru þeir með mjer Jón kaupmaður Proppé og Halldór læknir Steinsson. Urðum vjer samferða sjera Guðmundi Einarssyni í Ólafsvík, er æll- aði þangað úteftir í embættiserindum. Leiðin liggur fyrir framan Ólafsvíkur- enni og er illfær nema um fjöru, að minsta kosti að vetrinum, því sjórinn gengur um ílóð upp að berginu og ber stórgrýti í götuna. Að surnrinu getur gatan staðið að öllum jafnaði. Milli Ennis og Hjallasands er Rifsós. Par var fyrrurn allgóð höfn. Komu þangað útlendir íiskimenn og ráku þar allmikla verslun. Par drápu enskir fiski- menn Björn hirðstjóra hinn rika Por- leifsson frá Skarði 1467. Svo hagar til í Rifi, að vestan við ós- inn gengur fram nes allhátt. Tekur það úr hafsjónum i ósnum og var þar því allgott skipalagi meðan ósinn var nógu djúpur. En fyrir alllöngu hefir Hólsá (Ingjaldshólsá) breytt farvegi sínum. Rann hún áður gegnum kambinn milli Ennis og Rifs, en nú hefir hún um lang- an tíma runnið út í ósinn og borið mik- inn aur út í hann, svo nú er hann orð- inn of grunnur fyrir hafskip. Virðist mjög auðsætt að grafa ánni farveg gegn- um kambinn og mætti þá dýpka ósinn og yrði þar þá vænlegasta höfnin á Snæ- fellsnesi, utanverðu. Annars var ilt að sjá aðstöðuna þarna, því Hólsá hafði llælt yfir sljettlendið fyrir oían kambinn og lá ís þar yfir öllu langt út á ósinn. A Iljallasandi hjelt jeg fund um kvöld- ið og flutti þar erindi. Að erindinu loknu urðu nokkrar umræður og snerust þær mest um lendingarbætur þar í þorpinu. Einnig var mikið rætt um hvernig unt væri að gera svo við hinar svonefndu Ivleyfar, að auðveldara yrði að bjarga bátum þar undan sjó í brimi. Voru mjög skiftar skoðanir manna um það. Kleyfar þessar eru svo brattar að bátarnir hanga bókstaflega i streng, sem brugðið er um staur uppi á klettunum. Er ilt verk og érfitt að setja bátana upp því naumast er stætt á Kleyfunum fyrir bratta, og að vetrinum bólgna þær upp af klaka. Fæstir hafa vindur til að draga bátana upp með, en það ætti að sjálfsögðu hver bátur að hala. Var helst talað um að minka bratl- ann í Kleyfunum svo auðveldara vrði að setja, en aðrir hjeldu því fram, að því minni sem bratlinn vrði, því lengra gengi sjórinn upp á landið. Jeg álít, að ráða mætti bót á þessu með þvi að setja járnboga (Davider) á Kleyfarnar og taka bátana upp á þeim með blökkum og láta þá hanga þar, svo sjórinn gengi undir þá. Enginn vafi er á að það mætti takast og yrði mun ó- dýrar en breyta Kleyfunum. Sunnudaginn 31. janúar skoðaði jeg lendinguna í Keflavik, sem er rjett hjá »Sandi«. Hefir Th. Krabbe athugað þar hafnarstæði og gert teikningu af og kostn- aðaráætlun. Telur hann að þar megi koma upp mótorbátahöfn fyrir allmarga mótorbáta og áætlar hann kostnaðinn 250—300 þúsund krónur. Álítur hann að vel mætti skifta þeirri fjárupphæð á 2—3 fjárhagstímabil, þvi að' svo megi ganga frá, að það sem gert sje fyrsta árið geti þegar komið að nokkru gagni og eigi sé hætt við, að það sem byrjað sé á skemmist þótt höfnin sje ekki fullgerð í einu. Er mikill áhugi þar á Sandi fyrir þessu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.