Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1915, Blaðsíða 6

Ægir - 01.06.1915, Blaðsíða 6
80 ÆGIR hefi naumast nokkurstaðar orðið var við heitari áhuga fyrir nokkru málefni en þessu þar í Ólafsvík. Jón kaupmaður Proppé mun ])ó einna heitastur og sparar hvorki fé né fyrir- höfn til að hrinda málinu áleiðis. Skyldi það gleðja mig, ef jeg hefði vissa von um að Jón ætti eftir að lifa það, að sjá þá von sína rætast, að góð höfn kæmist á i Ólafsvik. Mánudaginn 1. febrúar var jeg um kyrt í Ólafsvík, með þvi að veður var iskyggilegt. Þriðjudaginn 2. tebrúar lagði jeg upp frá Ólafsvik, áleiðis til Stykkishólms. Var þá austan kafaldsbylur, en jeg mátti eigi dvelja lengur, ef átti að geta haldið á- ætlun, sem jeg hafði gert um ferðalagið. Á Brimilsvöllum er nokkur útgerð og er hún með sama sniði og á Sandi og í Ólafsvík. Á Brimilsvöllum er nokkru betri lend- ing en i Ólafsvík. Á Ilúsakletti er og nokkurt úlræði og mun þar allgóð lending í ílestum áttum nema útveslri. Undir Búlandshöfða austanverðum var mjer sagt, að fyrrum hefði verið verstöð mikil og sæi þar fyrir mörgum búða- tóptum. Var það kallað á Búlandi. Dreg- ur höfðinn nafn af því. Eigi gat jeg komið við að skoða þann slað, enda mundi naumast geta komið til mála að hafa þar neina útgerð. Um kveldið komst jeg að Gröf i Eyr- arsveit. Liggur sú jörð fyrir botni Grund- arfjarðar vestan verðum. Grundarfjöi'ð- urinn má heita allur ein höfn. Eru þar nokkurir inótorbátar og liggja þeir ílestir eða allir á íloti yfir veturinn. Komið hefir það fyrir að bátar, sem legið hafa á lloti mannlausir hafa sokkið þar. Mun það hafa valdið að sjór hefir komist nið- ur um lestaropin og þeir fylst af sjó. Er umbúnaði um lestaop mjög ábótavanl á vjelabátum á mörgum stöðum. Ætli það þó að vera auðsætt, að þilfar kem- ur eigi að fullu gagni, ef eigi er sjeð fyrir að verja sjó að komasl niður i bátinn um lestaropin. Miðvikudag 3. febrúar fór jeg frá Grund áleiðis til Stykkishólms. Komst jeg um kvöldið að Berserkjaeyri. Sá bær lig'gur við Hraunfjörð. Var þá eigi hægt að la flutning yfir fjörðinn, þvi stórviðri var á og hörkubylur. Daginn eftir var allgott veður. Var jeg þá fluttur yfir Hraunfjörð og hjeltjegþá um morguninn til Bjarnarhafnar. Þar dvaldi jeg það, sem eftir var dagsins og gisti þar um nótlina. Skömmu eftir að jeg kom heim til Reykjavikur skrifaði jeg greinarstúf um Bjarnarhöfn í »Lögrjettu«. Hvergi þar sem jeg hefi enn komið hefir mjer litist eins vel á og í Bjarnar- höfn. Þar mælti gera ágætishöfn með litlum tilkostnaði. Skipalægi mun þar óyggjandi i öllum áttum og svo auðvelt að leggja skipum þar að landi að slikt er mjög fágætt hjer á landi. Auk þess hefir Bjarnarhöfn þann mikla kost, að þar mundu þeir, er stunduðu útgerð þaðan geta fengið þvi nær ótak- markað land til ræktunar. Lægi Bjarnarhöfn nær íiskimiðuuum við Snæfellsnes, þá mundi hún fyrir löngu orðin aðalútgerðarslöðin á Snæ- fellsnesi. En þessi slaður hefir svo marga kosti sem úlgerðarstaður, að þeir langsamlega vega á móli þeim einasta ágalla sem hann hefir, að nokkuð er langt að sækja þaðan á mið Ólafsvikinga og Sandsmanna. En verði byrjað þar á útvegi, þá ætti það að eins að vera með stórum mótor- bálum eða botnvörpungum eða bvort- tveggju. Þar sem langt er að sækja eiga

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.