Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1915, Blaðsíða 9

Ægir - 01.06.1915, Blaðsíða 9
ÆGIR 83 2. fundur Fiskiþingsins var haldinn mánud. 5. júli kl. 12 á hádegi. Var þá gengið til dag- skrár og tekið fyrir: Frumvarp til laga um atvinnu við siglingar. Ýmsar umræður urðu um þetta mál og breytingartillögur voru gerðar og að umræðum loknum var gengið til atkvæða um breytingartillög- urnar. Þá skýrði forseti frá að á síðasta árs- fundi Fiskifjelags íslands, hefði verið kosin nefnd til að athuga fiskimatslögin og las upp álit þessarar nefndar og tóku ýmsir til máls um þetta mál: Árni Gísla- son, Hermann Þorsteinsson, Bjarni Sig- urðsson, Kristján Ásgeirsson, Guðmund- ur ísleifsson og Matthias Þórðarson er að lokum bar fram tillögu um að kjósa 3ja manna nefnd í málið. Var sú tillaga samþykt og þessir kosnir: Hermann Þorsteinsson, Árni Gislason og Matthías Þórðarson. t*á var kosin nefnd til að athuga á- ætlun yfir tekjur og gjöld fjelagsins fyrir fjárhagstímabilið 1916—1917. Páll Bjarna- son lagði til að kosin }frði 5 manna nefnd til að athuga áætlunina. Var það sam- þykt og hlutu þessir kosningu: Steingrímur Jónsson, Magnús Sigurðsson, Bjarni Sæmundsson, Páll Bjarnason og Kristján Ásgeirsson. Bjarni Sigurðsson lagði til að fundar- ályktunum frá fjelagsdeildum, bænar- skrám og öðrum málum snertandi fjár- haginn yrði vísað til þessarar nefndar og var það samþykt. Forseti skýrði frá að stjórn Fiskifjelagsins hefði verið falið, að koma fram með tillögur um verðlaun fyrir björgun úr sjávarháska, og las sið- an álit stjórnarinnar, er lagt hafði verið fyrir aðalfund FiskiQelagsins í vetur. Út af þessu tóku til máls: Páll Bjarnason, Guðmundur ísleifsson, Magnús Sigurðs- son og Steingrímur Jónsson. Nefndar- álit stjórnarinnar samþykt. Síðan las forseti upp nefndarálit um stjórn á skipum og var það samþj'kt eins og það lá fyrir. 3. fundur þriðjudaginn 6. júlí, kl. 1 e. h. Forseli skýrði frá því, að sjer hefði borist sím- skeyti frá deildinni í Bolungarvík, með tilmælum um, að Fiskiþingið samþykki áskorun til alþingis um 30,000 kr. fjár- veitingu til brimbrjóts í Bolungarvík. Var svo gengið til dagskrár og tekið fyrir nefndarálit um stofnun Fjórðungs- þinga. Bjarni Sigurðsson skýrði frá breyting- um þeim, er nefndin hafði gert á frum- varpinu og að þvi loknu var gengið til atkvæða um frumvarpið með breyting- um þeim, er nefndin hafði gert og var það samþykt, með öllum greiddum at- kvæðum. Næst var tekið fyrir erindrekastarf fje- lagsins erlendis. Skýrði forseti frá gangi málsins og hvernig þvi væri nú komið. Auk hans töluðu þeir Steingrimur Jóns- son, Árni Gíslason, Matthias Þórðarson, Bjarni Sigurðsson, Guðm. Isleifsson og Hermann Þorsteinsson. Að loknum um- ræðum kom fram tillaga um að kjósa 3ja manna nefnd í málið. Breytingartil- laga frá Tryggva Gunnarssyni um 5 manna nefnd samþykt. 1 nefnd þessa voru kosnir: Steingrímur Jónsson, Hermann Þorsteinsson, Magnús Sigurðsson, Tryggvi Gunnarsson og Árni Gíslason.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.