Ægir - 01.06.1915, Blaðsíða 7
ÆGI R
81
skipin sem allra sjaldnast að koma heim
nema þegar þau aílerma.
Ress má geta í sambandi við þetta að
alloft gengur íiskurinn í svokallaðan
Höskuldseyjarflóa og svo var það t. d. í
vetur að nægur fiskur var þar fram i
febrúar. Þegar svo bar til, sem liklega
er miklu oftar en menn ln'ggja, þá er
ekki fiill klukkustundar sigling frá Bjarn-
arhöl'n út á miðið.
Fösludag 5. febrúar hjelt jeg til Stykk-
ishólms.
í Stykkishóimi hjelt jeg fund 7. febrú-
ar og flutti þar fyrirlestur. Hafa menn
þar allmikinn áhuga á sjávarútvegi. Er
nú verið að koma þar upp frystihúsi til
beitugejmislu. Er það mikil framför fyrir
þilskipaútgerð þeirra, þvi hingað til hafa
þeir orðið að kaupa síld hingað og þang-
að og hefir það tafið fiskiskipin mjög frá
veiðum, að þurfa að sigla af einni höfn
á aðra til að aíla sjer beitu.
Frá Stykkishólmi ganga allmörg þil-
skip lil fiskiveiða að sumrinn.
Flest eru þau smá, en þau hafa aflað
vel undanfarin sumur, og munu hafa
gefið góðan arð.
Stærstir útgerðarmenn í Stykkishólmi
eru þeir kaupmennirnir: Sæmundur Hall-
dórsson og Hjálmar Sigurðsson. Þólt
góð höfn sje í Stykkishólmi er þó mjög
ill að hafa skip þar á floti að vetrinum,
einkum vegna ísreks. Hafa skip oft stór-
skemst þar að vetrinum, og er það
hið mesta mein útvegnum i Stykkis-
hólmi. ef engin bót ræðst á þvi.
Að undanförnu hafa Hólmverjar lílið
stundað sjó að vetrinum og aldrei leng-
ur en til jóla. En í vetur slunduðu
margir bátar veiði fram undir lok febrú-
armánaðar, eða jafnvel lengur.
Var lengstum ágætisafli í Höskulds-
eyjarflóanum. Árið 1914 höfðu 17 bátar
úr Stykkishólmshreppi stundað veiði, þó
fæstir að staðaldri, og var afii þeirra til
samans 128 þúsundir fiska. Skiftar skoð-
anir voru um það hvort fiskur stæði að
öllum jafnaði að vetrinum í Höskulds-
eyjarflóa eða hvort þessi vetur væri sjer-
stök undantekning.
Nokkrir hjeldu þvi fram, að fiskigengd
mundi hafa verið svona óvenjumikil i
vetur af því að svo fáir botnvörpungar
hefði stundað veiði i flóanum síðari hlula
sumarsins og haustið 1914.
Aftur aðrir hjeldu þvi fram, að fiskur-
inn mundi vex-a þarna að öllum jafnaði,
en enginn hefði vitað um hann, af því
að allir hefði gersamlega hætt að stunda
veiði undaníarið um jól. Þótl góður afli
hefði verið síðustu dagana fyiúr jólin,
þá hefðu inenn trúað þvi, að til einskis
væi’i að jfara á sjó eftir nýárið, þá væri
allur fiskur horfinn.
Eitt er vist, að nú trúðu menn þvi al-
ment, að afli mundi haldast að vetrin-
um fi-amvegis, að minsta kosti meðan
jafnfátt yrði um botnvörpunga og verið
hefir síðan Norðurálfuóh'iðurinn hófst.
Eg veitti þvi eftirtekt, að fiskur sá er
veiddist á Sandi var míklum mun vænni
(stærri) en sá, er fiskaðist í Ólafsvík,
Fróðárhreppi, Eyrarsveit og Stykkishólmi.
Á Sandi var sild höfð til beitu og
nokkuð af Ijósubeitu með, en á öllum
hinum stöðunum var kræklingur hafður
til beitu.
Mjer kom þvi til hugai’, að þetta
mundi stafa af mismuninum á beitunni.
Ýmsir, sem jeg átti tal við um þetta voru
á Hkri skoðun.
Jeg átti lal um þetta við hr. Sæm.
Halldói’sson og talaðist svo til, að jeg út-
vegaði honum nokkur pund aí síld hjer
i Reykjavík, þegar jeg kæmi suður og
sendi þau með næstu fei'ð, sem fjelli til
Stykkishólms.
Jeg sendi svo síldina skömmu eftir að