Ægir - 01.03.1916, Síða 11
Æ G I R
39
eyrin eyðist mjög litið af sjógangi og mun
því allgóð undirstaða undir varnargarð.
Að visu má gera ráð fyrir að nokkuð löð-
ur gangi innyfir garðinn í aftaka brimum,
en þó hygg jeg að garður gæti staðið þar,
ef traust væri bygður.
Líklegt er og að nokkuð mætti dýpka
höfnina og mundi það gefa meira rúm á
höfninni.
En hvort sem fært yrði að byggja garð
eða ekki, mætti án efa gera höfnina örugg-
ari með því að leggja niður i hana öflug
akkeri, sem skipin gætu lagst við.
En þótt alt þetta væri gert, þá er það
eitt víst, að Sandgerðishöfn er mikilstil of
lílil fyrir allan þann skipasæg, er sækir
hingað að Faxaflóa á hverri vetrarvertíð
og sem eykst nú hröðum fetum með ári
hverju.
Eigi eru vitarnir í Sandgerði komnir upp
enn. Húsin um þá eru fullsmiðuð hjer
inni í Reykjavík, en ljóskerin voru enn
ókomin, er jeg var staddur þar. Er slíkt
mjög hagalegt, því leiðarljós þau, er nú
eru þar, eru mikilstil of litil og lág.
Mjög gremjulegt var að sjá, hve geysi-
inikið peningavirði fór til ónýtis i Sand-
gerði vegna mannfæðar. Stórir þorskhaus-
ar lágu i þúsundatali meðfram allri höfn-
inni og sagt var mjer, að litið eða ekkert
væri hirt af gotunni. Það mundi reynast
allgóð atvinna fyrir nokkra menn að vera
i Sandgerði á vetrarvertiðinni og hirða það
sem fiskimenn komasl ekki yfir að hirða,
svo sem þorskhausa, gotu og smálýsu,
enda nóg atvinna þar við aðgerð á fiski
og kaupgjald hátl.
I Garði skoðaði jeg, eftir tilmælum Þor-
steins Gíslasonar á Meiðastöðum svokall-
aðan Varaós.
I3ar sem mikil líkindi eru til, að róðr-
arbátaútvegur haldist enn uin langt skeið
i Garði, virðist ástæða til, að Garðbúar
fengju styrk til lendingarbótar þeirrar, er
þeir hafa hugsað sjer og sem mjer virtist
að mundi verða til mikilla bóta.
Jeg býst við, að ef þeir gætu búist við
að fá alt að 500 kr. styrk til þessa, þá
mundu þeir gela lagt út í það á komandi
sumri.
Þar sem jafn ilt er um hafnir og hjer
við sunnanverðan Faxaflóa verður að lelja
Vogavík góða höfn, og mun betri en Njarð-
víkur, þótt þar sje einnig gott skýli i ýms-
um áttum. Á Vogavik mun skipum, með
sæmilega góðum grunnfærum, lægt í hvaða
veðri sem er og af hvaða átt sem er.
Vegalengdin frá Vogum út á fiskimiðin
er engin frágangssök. Verði sú raua á, að
eigi álítist fært að gera höfn í Ósabotn-
unum, þá mun það sannast, að aðalat-
hvarfið hjer við sunnanverðann flóann
verður Vogavíkin.
Pramfarir hafnarperða í Noregi
25 síðastliðin ár.
Á síðasta þriðjungi 19. aldarinnar, varð
eins og mörgum mun kunnugt, mikil breyt-
ing á verslun og samgöngum allrar Norð-
urálfunnar.
Aðalorsök þessarar breylingar, voru fast-
ar og ákveðnar skipaferðir landa og hafna
á miili, og að ferðir hyrjuðu um Suez-
skurðinu, en það hafði i för með sjer, að
hafnargerðir byrjuðu í sjóborgum Norður-
álfunnar. Fyrst i stað hafði þetta engin
áhrif á framkvæmdir í Noregi, en ekki
Jeið þó á löngu áður en auknar skipa-
ferðir knúðu menn til þeirra. Það varð
öllum Ijós't, að hjer varð einnig að fylgj-
ast með tímanum, og má telja svó, að
allar hafnargerðir falli innan síðastliðinna
25 ára.