Ægir - 01.07.1916, Side 8
84
ÆGIR
3. gr.
Ákvæði I. og 2. gr. gilda að eins, ef vörur þær, er í 1. gr. getur, eiga að
fara til annara landa en Stóra-Bretlands, bandamanna þess, Spánar, Ameriku eða
til Danmerkur til heimaneyzlu að því leyti, sem útflutningur hjeðan í því skyni
kann að geta átt sjer stað, og eftir reglum, sem þar um verða settar.
4. gr.
Skip, sem nú liggur á islenskri höfn og bíður hleðslu eða er byrjað að
hlaða nefndum vörum og eigi eiga að fara til Stóra-Bretlands, bandamanna þess,
Spánar, Ameríku eða Danmerkur undir skilorði þvi, er í 3. gr. getur, má eigi
heldur afgreiða án fullnægju áðurnefnds skilyrðis um framboð til umboðsmanns
Breta, en í þessu tilfelli verður svar veitt innan 24 klst. frá móttöku framboðs.
5. gr.
Með mál út af brotum gegn reglugiörð þessari skal fara sem almenn lög-
reglumál.
6. gr.
Beglugjörð þessi öðlast þegar gildi.
1 stjórnarráði íslands, 28. júlí 1916.
Einar /Vrnórsson.
(Lögbiriingablaðið.) Jón Hermannsson.
Horfur.
Frá síldveiðaslöðvum Norðurlands eru
frjettir iskyggilegar. Mikill síldaraíli hef-
ur þegar borist á land, en nú heyrist að
tunnuleysi og sallleysi ætli að hefta á-
framhald veiðinnar.
Sum útgerðarfjelögin hafa orðið fyrir
því óhappi, að tunnur þær er hingað
áttu að koma hafa verið teknar, flutn-
ingur á þeim eigi leyfður, og er það auð-
skilið, hvilíkur bagi slíkt er, einkum nú
þegar útgerðin er það dýr að engu má
muna og verð sildarinnar skamtað.
Fjöldi mótorbáta hefur verið keyptur
frá úllöndum fyrir ærið fje og þeir, sem
í það fyrirtæki ráðast, hafa þá von, að
það verði til gróða en ekki fjármissis.
Sje nú ástæðan sú í þetta sinni, að
tunnuleysið verði til þess að alt mis-
heppnist fyrir vinnuveitendum og vinnu-
þyggjendum og að af því leiði stórljón
fyrir útgerð landsins, þó liggur næst fyrir
að hugsa um, hvort ekki verði úr sl ku
bætt í framtiðinni.
Þurfa íslendingar að vera upp á aðra
kornnir með tunnur; gela þeir ekki
smíðað tunnur sínar sjálfir?
Kæmist tunnuverksmiðja á hjer á
landi, mundi það veita íjölda manna at-
vinnu. Útgerðarmenn væru vissir um
að þurfa ekki að hætta veiðum vegna
tunnuleysis og þó þær í byrjun yrðu
dýrari en útlendar tunnur, þá er vissan