Ægir - 01.07.1916, Side 10
86
ÆGIR
þ. m. sent skriístofu fiskveiðamálanna
svo hljóðandi brjef:
»Mjer hefur verið falið að lilkynna
fiskimönnum, útgerðarmönnum og þeim
öðrum er versla með fisk, að stjórnin
ætlar sjcr ekki að selja skorður við því
að norskir fiskimenn geti fengið nauð-
synjar sinar fyrir utan strendur íslands
til 31. júlí næstkomandi, svo framarlega
sem þeim er mögulegt að afla sjer þess-
ar nauðsynja. Ró er þetta þeim skilyrð-
um hundið að fiskimenn, útgerðarmenn
og fiskkaupmenn gefi skriflega vigurkenn-
ingu fyrir því, að þeir láti þá kaupend-
endur setja fyrir kaupum á fiskinum,
sem stjórnin samþykkir og sje verðið
miðað við 45 kr. hverja tunnu síldar
venjulega fylta, flutta til hverrar hafnar
sem er í Norvegi, ennfremur 105 kr.
fyrir hverja tunnu af bestu tegund síld-
arlýsis — á 100 kil. — einnig fluttar á
höfn i Noregi í tunnum, og aðrar teg-
undir af sildar lýsi lilutfallslega.
Framanrituð yfirlýsing mun einnig
innihalda skuldbindingu um, að fiski-
menn, útgerðarmenn og kaupmenn selji
sild, lýsi eða aðrar slíkar afurðir einung-
is til þeirra manna er stjórnin samþykk-
ir — ef forkaupsrjettinum verður ekki
framfylgt — og sem að skuldbinda sig
til að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Að allar afurðirnar fari til Noregs,
Sviþjóðar eða annara verslunarstaða ut-
an Norðurlanda, sem vjer samþykkjum,
og seljendur á sama hátt krefjist slíkra
skuldbindinga af væntanlegum lcaupend-
um, sem fullnægir stjórninni með að
fiskurinn ekki verði fluttur út aftur; og
og hvað snertir lýsi eða fiskmjöl, að þær
vörur verði ekki fluttar aftur út frá Nor-
egi, ef stjórnin ekki geíur til þess sjer-
stakt leyfi eða framfylgir forkaupsrjetti
sínum«.
(Athugasemd: í brjefi þessu er með
orðinu stjórnin átt við ensku stjórnina.)
Sendinefnd frá Norvegi er á ráðstefnu
í London, til að semja um aðgengilegri
skilmála bæði viðvikjandi þessu, sem
öðrum verslunarsökum en árangurinn er
ekki opinber enn þá.
í enskum og' dönskum blöðum hafa
staðið sagnir um að Englendingar haíi
keypt af Norðmönnum allan næsta árs
afla. En norsk blöð bera þetta til baka
og segja að þetta sje misskilningur, hjer
sje þvi blandað saman að Engl. hafi
keypt megnið af vetraraílanum, bæði
fisk, síld og lýsi; einnig alt hvallýsi frá
Suðurhöfum. Stafanger Aftenblad telur
áreiðanlegt að allar þessar vörur samtals
hafi numið 9 millj. £
Sem dæmi um hvað Norðmenn eiga
auðvelt með að koma afurðum sínum i
peninga, skal þess getið að á Finnmörk-
inni er nú selkjöt borgað með Í,k0 kr.
kil. og eitir því sem »Norsk Handels og
Söfartstidende« segja þá kappbjóða Engl.
og Þjóðverjar hverir móti öðrum —
Þjóðverjar af þörf fyrir matvæli og Engl.
af kvöt til að sporna á móti aðfluttningi
á matvælum til Þýskalands.
Þar sem selveidi er stunduð á íslandi
ættu menn að verka kjötið sem best og
salta það í tunnur, því ekki er ólíklegt
að það sje mikils virði ef það kæmist á
markaðinn.
Jeg skýrði frá því i siðustu skýrsku að
Norðmenn í síðaslliðin 10 ár hefðu sam-
lals fengið 1,035,550 föt af hvallýsi af
veiðum sínum í Suðurhöfnm, eða rúm-
lega 100,000 föt á ári. En nú má búast
við mikilli breytingu á þessu, þar sem
mörg af hvalveiðafjelögunum hafa hætt
veiðum og sett skip sín í fluttninga. Ár-
ið 1914 höfðu Norðmenn 53 hvalveiða-