Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1917, Page 5

Ægir - 01.08.1917, Page 5
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS irg. Reykjavik. Ágúst, 1917. Nr. 8. 10. á Þráðlaus firðviðskifti. Eftir O. B. Arnar. Associate I. R. E. [Ritgerð sú, er hér fer á eftir er fyrirlestur, sem lir. 0. B. Arnar ætlaði að halda á síðasta Fiskiþingi og sem hann nú góðfúslega lætur Ægi í té til birtingar, þar eð hann af sérstök- um ástæðum ekki gat flutt erindið eins og til var ætlast. Rar eð þráðlaus firðviðskifti eru hvervetna að ryðja sér til rúms og undirbún- ingur þegar hafinn hér, virðist ekki úr vegi, að menn kynni sér sögu þessara upþgötvana og framfarir í þá átt. Ritgerð þessi er löng, en kemst þó að öllu forfallalausu í ágúst- og septemberblað Ægis. Myndir átti að ílytja, en þær eru ófáanlegar. Ritslj.] Inngangur. Það sem nefnt er firðviðskifii er það, að geta talast við í fjarlægð, eða á örskömm- um tíma að geta komið boðum langar leiðir, og þekkjum vér nú hvort tveggja: firðtal og firðritun — bæði með þráðar- og loftsambandi. Þráðlaus firðviðskifti í réttum skilningi orðsins, eru æfagömul og miklu eldri en þráðarfirðviðskiftin, sem eru ekki nema 70 ára gömul. T. d. er mælt að 558 f. Kr. hafi Persakonungar haft þráðlaust firðtals- kerfi um alt ríkið, til þess að geta fengið fréttir hvaðanæfa á sem skemstum tíma. Þessu var þannig fjrrir komið, að mönn- um með köllurum var dreift um alt landið með liæfilegum millibilum og kölluðu þeir boðin á milli sín. Þessi aðferð hefir því, eins og menn sjá, verið bæði dýr og sein- leg. Betri hefir firðritunin verið. Hún var margskonar og er sú einfaldasta sem við þekkjum, eldur á nóttunni og reykur á daginn. Þessi aðferð var töluvert notuð í fornöld og hefir verið þekt meðal allra þjóða heimsins á fyrstu menningarstigum þeirra. Var hún smáendurbælt þangað til að lokum komu upp aðrar aðferðir, sem útrýmdu henni. Árið 1684 kom Englendingurinn Robert Hook með tillögu um nýja tegund firðrit- unar. Vildi hann nota plötur, með gríðar stórum bókstöfum á, sem voru dregnar upp eftir stöng og stafirnir svo lesnir í fjarlægð með sjónauka. Komu upp nokkrar líkar aðferðir og var eitthvað af þeim not- að þangað til 1792, er ungur Frakki, Claude Chappé fann upp kerfi, sem bar langt af hinum og var síðan notað þangað til rafmagnsfirðritunin leysti það af hólmi. Árið 1832 dalt Ameríkumanninum Samuel Morse í hug, að nola mætti rafsegulmagnið til þess að koma merkjum langar leiðir og árið 1835 smíðaði hann fyrsta ritsíma- áhaldið sitt. Eru Morse-tækin notuð mest allra áhalda enn í dag, að visu mikið breytt og endurbætt. Fráðlaus rafiuagnsfirðritun. Svo er talið, að þráðlaus rafmagnsfirð- ritun sé fundin upp árið 1895, af ítalan- um Guglielmo Marconi. Uppfundning þessi var engin tilviljun. Hún var búin að vera á prjónunum hjá

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.