Ægir - 01.08.1917, Qupperneq 6
110
ÆGIR
vísindamönnum Norðurálfu síðustu 20 árin,
eða lengur. Fyrstu áhöld Marconi’s voru
auðvitað mjög einföld og ófullkomin, sem
við er að búast. En Marconi varð þó fyrst-
ur til að sameina þetta og hlaut því með
réttu nafnið »höfundur hinnar þráðlausu
firðritunar«.
Með þessi áhöld lagði Marconi af stað
til Englands árið 1896 og hóf þar frekari
tilraunir. Miðaði lionum vel áfram og tókst
árið 1897 að senda merki yfir Bristol fló-
ann (15 km.). En erfiðleikar þeir, er hann
átti við að búa voru miklir og margvís-
legir. Mest liamlaði það þó öllum fram-
kvæmdum hjá honum, hversu vantrúaðir
rnenn voru á uppfundningu hans og gekk
honum þar af leiðandi illa að fá fé til til-
raunanna. Lánið virtist þó vera með hon-
um, þvi að árið 1899 — á hundrað ára
afmæli raf-tækninnar — var haldinn fund-
ur í brezka visindamannafélaginu, i Dover
á Englandi og samtímis annar í franska
systurfélaginu, i Boulogne sur Mer. Mar-
coni hafði sett upp tæki beggja megin
Ermarsunds og gat sent merki milli þeirra.
Á fundunum voru saman komnir margir
merkir vísindamenn, sem fengu nú tæki-
færi til þess að athuga uppfundninguna og
sannfærast um ágæti hennar, þá hvarf líka
vantrú hinna »ólærðu« á henni um leið.
Petta mun vera einhver mesti sigur Mar-
coni’s.
Eg skal nú fara fljótt yfir sögu. Tækin
voru óðum endurbætt eftir þetta og félög
slofnuð til þess að hagnýta uppfundning-
una; jafnframt komu til sögunnar mörg
ný kerfi, sem öll voru bygð á þessum
sama grundvelli.
Árið 1899 kom í fyrsta sinn út frétta-
blað um borð i skipi. Skipið hét St. Paul
og var Marconi sjálfur þar um borð; var
blaðið nefnt »The Transatlantic Times«.
Nú koma slik hlöð út á llestum slærri
skipum, er sigla landa milli; jafnvel á
íslenzku skipi hefir verið gefið út dagblað.
Þegar »Goðafoss« fór til Vesturheims síð-
astliðið ár, var gefið út um borð í því
fréttablað og nefnt »Eldingar«; mun það
vera fyrsta islenzka fréttablaðið sem gefið
hefir verið út á rúrnsjó.
Árið 1901 var stöðin við Poldhu á Corn-
wall-skaganum í Englandi reist og rétt á
eftir gat Marconi tekið merki frá henni
hinum megin Atlanzhafsins. Þá var þráð-
lausa firðritunin komin svo langt, að hægl
var að senda merki með henni yfir Atlanz-
hafið. Nú eru svo ég viti þrenn slík sam-
bönd: milli Nauen (skamt frá Berlín) og
Sayville á Long Island; milli Clifden á
írlandi og Cape Cod i Massachusetts og
milll Eilvese við Hanover og Tuckerton,
skamt fyrir sunnan New York. Hefir þráð-
lausu firðrituninni fleygt fram síðustu árin
og má búast við, ef svona heldur áfram,
að innan 10 ára verði hægt að nota hana
til fastra viðskifta landa milli. .
Tæki þau, sem nú eru notuð, eru ger-
ólík þeim, sem áður er talað um. í stað
platanna eru nú noluð »net« úr málm-
þráðum og sjálf eru áhöldin alt öðruvísi
en þau gömlu.
Kerfunum hefir fjölgað og eru þessi hin
helztu: Marconi’s (enskt), Telefunken
(þýzkt), Poulsen’s (danskt), DeForest
(ameriskt), Goldschmidt, Lepel (franskt),
Kilbourne & Ivlark (amerískt), Tyk (jap-
anskt) o. fl., o. fl., óendanlega mörg. Ég
skal ekki leggja neinn dóm á það, livert
þessara kerfa er bezt; þau hafa fiest eitt-
hvað til síns ágætis. Útbreyddust eru Mar-
coni’s og Telefunken, Kilbourne & Clark
og Lepel. Tyk kerfið er eingöngu notað i
Japan og á japönskum skipum. Poulsens
hefir náð lítilli útbreiðslu. Tvö af framan-
töldum kerfum eru mjög að ryðja sér til
rúms núna, sem sé Goldschmidt’s og De-
Forest’s. Goldschmidt’s er eiginlega ekki
sjálfstætt kerfi, en aðalliðurinn í því, raf-