Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1917, Síða 9

Ægir - 01.08.1917, Síða 9
ÆGIR 113 íirðritunartæki. Hann getur þá frá skrif- stofu sinni milliliðalaust talað við skip- stjóra sína, gefið þeim fyrirskipanir og fengið frá þeim fréttir. Menn kunna að segja, að þráðlausa sambandið sé opið öllum þeim, er tæki hafa, en því er þar til að svara, að uppfundning þráðlausa firðtalsins er einmitt stórt spor í þá átt, að halda þráðlausum firðviðskiftum leynd- um fyrir öðrum stöðvum. Byggist það á því, að ávalt er sent með ákveðinni öldu- lengd og eiga eigi aðrar stöðvar en þær, sem stilla sig fyrir þá öldulengd, sem sent er með, að fá skeytin. Þetta hefir þó ekki orðið svo í reyndinni, því að kerfin hafa ekki verið svo fullkomin, að hægt væri að stilla stöðvarnar svo nákvæmlega saman. Kemur það af þvi, að þær senda frá sér meira og minna hamlaðar öldur. Til þess að geta náð nákvæmri samstillingu, þurfa stöðvarnar að senda út frá sér óhamlaðar öldur, en það eru einmitt þær, sem þarf til þráðlauss firðtals. Öryggi á sjónurn. Auk þæginda þeirra og þess hagnaðar, sem útgerðin getur haft af þráðlausum firðviðskiftatækjum á skipunum, er öryggi sú fyrir skipið og áhöfn þess, sem leiðir af þeim. Við þekkjum ótal dæmi þess, síð- ustu árin, að þráðlausa firðritunin hafi bjargað bæði mönnum og skipum, er slys hefir borið að höndum úti á regin hafi. Eg ætla hér að nefna að eins tvö dæmi, sem flestum munu kunnug vera. Annað er »Titanic«-sIysið, þegar nál. 1600 manns fórust, en nál. 700 komust af og er óhælt að segja að þeir geti þakkað þráðlausu tirðrituninni líf sitt. Að fleiri björguðust ekki, var ekki þráðlausu firðrituninni að kenna, heldur var það vegna ills útbún- aðar skipsins á björgunartækjum. Hefði »Titanic« ekki haft þráðlaus firðritunar- tæki, eru miklar líkur til, að þessir 700 liefðu líka farist. Hitt dæmið er »Volturno«, sem brann á miðju Atlanzhafi í október 1913. Með þráðlausri firðritun voru 10 skip kölluð að til hjálpar, en svo var slæmt í sjóinn, að þau urðu að bíða í nærri sólarhring áður en hægt var að koma út bátum. Þar björguðust 521 manns, eða allir nema nokkrir, sem í ofboði höfðu hlaupið útbyrðis, eða farið í bála skipsins áður en skipin komu til hjálpar; þeir bát- ar fórust allir. Slík dæmi sem þessi eru nú lil svo hundruðum skiftir. (Frh.) Um bjargráð á sji. Á hinu siðasta Fiskiþingi var borin upp og samþykt svohljóðandi tillaga: »Fiskiþing Islands ályktar að beina því til Fiskifélagsstjórnarinnar, að hún íhugi grandgæfilega bjargráð á sjó, og leggi fyrir næsta Fiskiþing ákveðnar tillögur um þetta efni«. í þrjú ár hefir nú »Ægir« öðru hvoru ílutt ritgerðir um þetta efni, og auk þess hafa greinar um sama efni birst í öðrum blöðum landsins, en til þessa hefir það lítinn árangur horið, sem skrifað hefir verið, og þó snerist maður, sem ekki stundar sjó, drengilega við, þegar hin fyrsta grein um rekakkeri birtist á prenti. Það var kaupmaður Sigurjón Pétursson hér í bæ, sem þegar lét sauma nokkur og hafði á boðstólum. Nokkur þeirra voru keypt, en ekkert hefir heyrst frá neinum formanni, hvernig tækið hafi reynst, að undanskildum einum, sem gaf því þann vitnisburð, að það væri ónýtt. Hafði hann reynt það, en það hafði ekki þá verkun, sem hann hjóst við, sem ekki var heldur von, þar eð við nánari rann- sókn uppgötvaðist, að hann hafði keypt

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.