Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1917, Page 15

Ægir - 01.08.1917, Page 15
ÆGIR 119 Gerum ráð fyrir að meðalverð báts með öllu tilheyrandi sé nú um 15000 kr. Þá er bátaeign þessi 9.915.000 kr. virði. 10 millionir króna er mikið fé, og væri álitlegt stofnfé til myndarlegs eimskipa- félags. Þeir, sem einkum og sérílagi eiga að gæta þessara fjármuna eru formenn bátanna. Þeim 660 mönnum er trúað fyrir þessari miklu eign og rekstri. Abyrgð sú er þeir takast á hendur, er mikil, og það ætti að sýna formönnum, að á öllu er þörf, er þeir geta lagt fram, dugnaði, þrifnaði, aðgæslu í hvivetna og hlýðni við öll siglingalög. Mótorbátaformenn ættu að mynda fé- lag með sér i hverri veiðistöð, halda fundi til skrafs og ráðagerða, leita sér þeirra upplýsinga um atvinnuna, sem kostur er á, og þeir, sem reyndir eru, ættu að leiðbeina hinum yngri, og berj- ast fyrir þvi, að ýmsar athuganir, hvað mið og annað snertir, ekki gleymist, þvi áreiðanlega er það víst, að margt það er aihugavert þótti og nauðsynlegt fyrir formenn að vita árið 1895, er nú, 1917, gleymt og týnt, og er það illa farið, en þá afturför má rekja til fækkunar róðra- báta. Slikar samkomur formanna mundu leiða margt gott af sér og auka virðingu þeirra. Það er gott að kunna hið nauð- synlega í siglingafræði, en formenn eru jafnmiklir og jafngildir menn, þótt þeir ekki kunni að reikna staðarlínur; reynsla þeirra og þrautir þær er þeir verða að yfirvinna, gerir þá að þeim mönnum, sem eiga að halda hóp, sem stétt sú, er kenna á þeim eftirkomendum, sem við atvinnurekstrinum taka, þegar núlifandi formenn verða að hætta, en til þess að geta það verða þeir að auka þekkingu sína á öllu er að atvinnunni lýtur og engu gleyma, og afhenda eftirmönnum sínum ýmsar góðar leiðbeiningar. Það verður stéttinni til vegs og virðingar. Skoðunarmenn siysatryggingar sjó- manna — hverjir sem þeir verða — ættu að skoða útbúnað á hástokkum á »Svan II.« frá Akranesi, eign hr. Lofts Loftssonar, og gera þann útbúnað að skyldu, ef slysatryggingin setur reglur á annað borð. Sá útbúnaður gæti orðið einhverjum til lífs, væri hann ekki van- ræktur af formönnum sjálfum. Frumvarp lil laga om vitabyggingar frá sjávarútvegsnefnd alþingis. 1. gr. Landsstjórninni er heimilt að lála framkvæma, eítir því sem vinnukraftur sá, sem vitastjórnin hefir á að skipa, og önnur atvik og ástæður leyfa, byggingu vita þeirra og þokulúðrastöðva, sem 2. gr. ákveður. Þá er og landsstjórninni heimilt að setja upp sjómerki á landi og sjó þar sem þörf gerist og hentugt þykir. Bygging vitanna framkvæmist eftir röð, er landsstjórninni með ráðum vitamála- stjóra þykir rétt, og að fengnum tillögum Fiskifélags íslands og Eimskipafélags ís- lands. Einnig er landsstjórninni heimilt að framkvæma þær breytingar og endur- bælur á vitum þeim, er þegar eru bygðir, sem reynsla sýnir að nauðsynlegar séu. 2. gr. Vitar þeir, er landssljórninni heimilast að byggja, eru þeir er hér greinir: A. Stœrri vitar. 1. Hafnareyjarviti við Flatey á Breiða- firði. 2. Svalvogaviti á nesinu milli Arnar- fjarðar og Dýrafjarðar.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.