Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1917, Qupperneq 17

Ægir - 01.08.1917, Qupperneq 17
ÆGIR 121 við landsreikninginn, en reikningar þeirra skulu jafnframl landsreikningunum lagðir fyrir yfirskoðunarmenn landsreikning- anna. 4. gr. Landsstjórninni er heimilt, með ráði vitamálastjórnar og í samráði við Fiskifélag íslands og Eimskipafélag ís- lands, að breyta um legu vitanna, eftir því sem hentugra kynni að þykja, en þó svo, að þeir komi þeim svæðum að gagni, sem framantöldum vitum er ætlað að ná til. 5. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1918. Athugasemdir við jrumvarp petta. Frumvarp þetta er að mestu samið af vilamálastjóra Th. Krabbe. Ilefir hr. Iírabbe hin síðustu árin íarið þrásinnis kringum landið og kynt sér vitastæði víðsvegar með ströndum þess og leitað álits málsmetandi manna um þelta efni. Upp úr þessum athugunum sínum heíir hann svo sett upp samfelt kerfi yfir vitabyggingar þær, er hann telur nauðsynlegar til þess, að strendur lands- ins geti talist sæmilega vitaðar. Tillögur sinar hefir svo hr. Krabbe borið undir Fiskiþingið, og hefir það fall- ist á þær i öllum aðalatriðum. Hr. Krabbe mun þá og hafa farið þess á leit við landsstjórnina, að hún bæri málið fram, en stjórnin mun eigi hafa talið sig hafa nægan tima til að athuga frumvarpið svo nákvæmlega, að hún sæi sér fært að leggja það fyrir þingið sem stjórnarfrumvarp. i?ó mun stjórnin hafa verið stefnu frumvarpsins hlynt; að eins verið i vata um, að vitastæðin væru svo heppilega valin sem frekast væri æskilegt, og mun hafa talið æskilegt, að leitað yrði álits islensku skipstjóranna, sem allra flestra, áður en vitastæðin væru fast ákveðin. Svo sem kunnugt er, hafa vitar þeir, er bygðir hafa verið hingað til, verið kostaðir af landsfé, en vitagjaldið hefir aftur runnið í landssjóð. Af þessu hefir leitt, að vitabyggingar hafa gengið óhæfi- lega seint hjá oss, því að stjórnin hefir eigi árætt að fara fram á fjárframlag úr landssjóði nema til fárra vita á hverju fjárhagstímabili, og hefir vitagjaldið, sem að sjálfsögðu var lögleitt til þess að geta á sínum tíma staðið straum af vitum landsins, orðið tekjulind fyrir landssjóð um langan tíma. Eftir því sem hafiærum skipum fjölgar meir hjá oss sjálfum, og siglingar til landsins og frá því aukast, verður vila- fæðin sjófarendum tilfinnanlegri og þörfin fyrir fleiri vita æ brýnni. Nú er það einsætt, að landssjóður hefir eigi handbært fé til að leggja fram til nýrra vitabygginga, og er þá eigi annað ráð fyrir hendi en að taka lán til að koma upp sem fyrst þeim vitum, sem nauðsynlegir þykja. Hins vegar Jjykir rétt, að tekjur þær, er vitarnir gefa af sér, gangi til vaxta og afborgana af því láni, eða þeim lánum, er til bygginga þeirra ganga, en það er með þvi einu móti hægt, að fjárhagur vitamálanna sé aðskilinn frá öðrum fjárreiðum landssjóðs, enda virðist ástæðulaust að blanda fjár- hag vitanna saman við fjárhag landsins, og leiðir eigi til annars en að seinka byggingu nauðsynlegra vita, þar sem ávalt þarf að leita til þingsins, eins og nú er ástatt, hve nær sem vitamála- stjórninni þykir bráð nauðsyn bera til, að nýir vitar séu b}rgðir. Engin hætta virðist á þvi, að vitamálin geti eigi borið sig, þvi að ef svo reyndist, að tekjurnar nægðu eigi til rekstrar vit- anna, afborgana og vaxta, mætti hækka vitagjaldið, og mundi eigi þurfa að ótt- ast, að slíkt gjald yrði óvinsælt, er vel væri séð fyrir vitum landsins.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.