Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1918, Qupperneq 10

Ægir - 01.07.1918, Qupperneq 10
110 ÆGIR þeim urðu sumir efnaðir menn, atvinna á þeim liélt öllu heimafyrir í horfi og eigendur græddu, og það á þeim tíma, þegar menn óskuðu þess eins, að fisk- skippundið kæmist upp i 50 kr. og að það verð fengi að haidast. Þá skildu þeir aldrei óska neins framar. Ilaldfæraveiðar (skakið) þarf að taka upp á njr meðan djutiðin er, skipakost- ur er nógur og hingað til hafa íslend- ingar kunnað að draga íisk, en seglbún- að báfa verður að rannsaka áður en lagl er út, finna gallana sem gera þessi fallegu skip óhreifanleg nema með mót- or, og menn verða að sætta sig við, þótt ferðin sé eigi ávalt 6 mílur. Ensku samningarnir ná yfir 2 vertíðir eða eru í gildi til 1. maí næsta ár. — Hvernig verður útkoma mótorbáta eftir næstu vertíð, haldi dýrtíðin áfram eins og nú, með óvissu verði á fiski, og olíu- tunnu á 106 kr., ef ekki hærra. Eitthvað verður að gera til þess að ílotinn standi ekki uppi — og þar eð hér er að ræða um skip, þá verður að reyna að nota segl og fiska með haldfærum eins og gert var áður en framfarir urðu svo skjótar, að við gátum ekki fylgst með, og i ákafanum gleymdum ýmsu gömlu og góðu, sem nú á þessum örtugu tim- urn mætti að gagni koma. Meining min er ekki sú að halda því fram að þessi skip séu örugg og trygg í velrarfárviðrum fyrir sunnan land, held- ur að þau verði gerð að þeim skipum, séu þau það ekki, að sækja megi á þeim afla innan bugtar ef í það fer, að stein- olia verður ófáanleg, eða það dýr, að eugin tök verða til að kaupa hana. Eftir bréfi, sem mér nýlega var skrifað frá Eyjafirði, litur svo út, að steinoliu- lunnur séu eigi vigtaðar heldur afhentar kaupendum samkvæmt tölum þeim er sýna vigt við áfyllingu i Ameríku. Sé þetta rétt hermt, þá hljóta lögin að vera brotin. Þegar Fiskifélagið seldi olíu, sællar minningar, var því hótað öllu illu, væru tunnur ekki afhentar fullar samkv. lögum, til kaupenda. Eru þau lög nú að ganga úr gildi? í sambandi við það, sem á undan cr ritað, vil eg geta þess, að 6 dögum eftir að greinin er skrifuð, fór hér fram skoð- un á skipi, sem siglt hafði á grunn. Skipið var skonnorta en hafði mótorvél. Þegar skoðun fór fram var verið að gera við mótorinn og að aflokinni skoð- un, gátu skoðunarmenn þess við vá- tryggjendur, að svo hefði verið og' sögðu um leið, að um slíkt væru þeir eigi færir að dæma. Þessa þurfti heldur ekki með, því skrokkinn var búið að skoða; reiði, segl, björgunartæki og alt á dekk- inu var i bezta lagi og upp á það málti gefa vottorð um, að skipið væri færl til sjóferða (Södygtighedsattest). Mótorinn var þar aukaatriði. Það má búast við þvi, að striðinu loknu, að á markaðinn komi þær vélar, sem bæði eru minni og léttari; eyða litlu og eru þó jafn allmiklar og bákn þau, sem nú eru höfð í bátum. Snilling- arnir miklu, verkfræðingar þeirra þjóða, sem nú berjast, eru langt komnir þann veg með mótora ilugskipanna, það vila menn með vissu, en hve langt er öllum hulið enn, en sú uppfynding verður einnig boðin fram þegar um hægisl og það getur breytt öllu hér hjá okkur þeg- ar líkir mótorar verða settir i bátana. I3ær þjóðir, sem í ófriði eiga nú, hafa lagt til sina beztu og snjöllustu menn lil að framkvæma sparnaðarhugmyndina. Hún nær einliventima til mótorbálanna hér og sýnir sig á sínum tíma, l3á hælt- um við að skrifa um seglin. 18. júli 1918. Svbj. Egilson.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.