Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1918, Page 12

Ægir - 01.07.1918, Page 12
112 ÆGIR Þegar hér við bætist, að tíminn liður óðfluga, og nú er að eins skammur tími þar til síldveiðar byrja að venju, þá má ekki með nokkru móti lengur dragasl að taka ákvörðun, bve mikla áherslu eða kapp megi telja skynsamlegt að leggja á það að framleiða saltaða síld til útflutnings og innanlands nota. Þegar á alt þetta er litið, teljum vér að svo búið megi ekki standa. Hér er mikill hluti af öðrum aðalatvinnuvegi landsins i stórhættu, og tjáir ekki að láta berast sofandi að feigðarósi um þessi efni, heldur verða nú allir að sameina krafta sina til að verjast því þjóðarböli, sem það yrði ef mikill hluti þessa útvegs legðist i kalda kol. Þess vegna leyfum vér oss, — fyrir hönd síldveiða-útgerðarmanna bæði á Suður-, Norður- og Vesturlandi, — að snúa oss til hins háa stjórnarráðs og fara fram á, að hér verði, í einhverju formi, hlaupið undir bagga, til þess að afstýra þeirri þjóðarhættu, sem hér vofir sjáanlega yfir, ef ekki er að gert. Þegar nú um það er að ræða í hvaða formi stjórnin geti hér hjálpað, verður annarsvegar að gæta þess að fara ekki lengra en svo, að með skynsamleg- um líkum megi álíta að fjárhagsleg áhætta landssjóðs sé ekki þar með gerð of stór, og hins vegar, að sú aðstoð, sem landssjóður með þessu veitir, sé nægjanleg til hvorttveggja í senn, bæði að gera útgerðum kleyft að fleyta sér yfir mestu örðug- leikana og ekki siður hins, að auka svo atvinnu í landinu, að verkafólkið dragi það að mun til lifsframdráttar. Vér höfum leitast við að leggja þelta niður fyrir oss á marga vegu og höf- um komist aðþeirri niðurstöðu að hyggilegast væri fyrir landssjóð og til bóta fyrir útgerðarmenn og verkalýðinn að stjórnin kaupi fyrir landssjóðs reikning alt að 150000 ápakkaðar tunnur síldar og borgi þær þannig: Fyrstu 50000 tunnurnar með 75 aurum pr. kgr. Aðrar 50000 —»— — 50 —»— — — Þriðju 50000 —»- — 40 —»— — — Meðalverðið yrði þvi 55 aurar pr. kgr. ef 150000 In. yður veiddar. Með þvi að gera 100 kgr. í tunnu næmi þetta: 50000 tn. á 100 kgr. á 0,75 = Kr. 3750000,00 50000 — - 100 — -. 0,50 = — 2500000,00 50000 — - 100 — -' 0,40 = — 2000000,00 eða samtals Kr. 8250000,00 Fleslir þeirra manna, sem áður hafa selt Svíum síld og bezt þekkja til, telja sennilegt, að þar sem útílutningur síldar til Sviþjóðar er svo takmarkaður, sem nú er hann, þá muni vera hægt að fá mjög hált verð fyrir síldina. Fyrir varfærnis saldr viljum vér áætla söluna þannig: Til Syiþjóðar seljast 50000 tn. á 100 kgr. á kr 1,00 pr. kgr. 5000000,00 — Ameriku —»— 25000 - - 100 — - - 0,50 - — 1250000,00 Fiytt: 6250000,00

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.