Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1918, Page 14

Ægir - 01.07.1918, Page 14
114 ÆGIR 1. des. þ. á. Verði síldin ekki tekin fyrir 1. des. þ. á., greiðir landssjóður þó enga leigu fyrir pláss það, er síldin liggur á. Seljendur haldi við síldinni með ápæklun og hafi umsjón með henni til 1. des. þ. á. Seljendur annist á eigin kostnað útskipun á síldinni og greiði útílutn- ingstoll af henni að lögum. Skifting aflans, á hina ýmsu tunnueigendur, skal gerð í réttu hlutfalli við tunnueign hvers um sig, eins og hún var, hér á landi, 1. júní þ. á. Tunnur undan fyrri ára síld, sem brezka stjórnin heíir selt eða selur hér á landi, koma ekki til greina. Ressa skifting veiðinnar eftir tunnueign teljum vér réttlálasta, því ella er hætt við að sumir mundu veiða meira en heppilegt er. Fyrir 15. júlí skulu menn hafa tilkynt tunnueign sína, en til sönnunar því, að rétt hafi verið framtalið, skulu að veiðitímanum loknum dómkvaddir menn telja tunnubyrgðir þær, sem til eru í landinu og i þessu sambandi koma til greina. Sá sem ekki hefir — fyrir 15. júlí þ. á. — sagt til um það, hvort liann vill nota þann rétt, sem honum er þannig veittur tii sölu á þessa árs sild, getur ekki siðar komið til greina, og getur ekki fengið útílutningsleyfi fyr en lands- stjórnin hefir ráðstafað allri þeirri síld, er hún hefir keypt fyrir landssjóðs reikning. Opnuðust síðar leiðir fyrir nýjum, hagkvæmum útflulningi, svo gróði yrði á kaupum landssjóðs, teldum vér sanngjarnt og vildum fara fram á að seljendur yrðu látnir njóta helmings þess hagnaðar. Að svo mæltu leyfum vér oss að vona að hið háa stjórnarráð sjái sér fært að verða við óskum vorum. Virðingarfvlst. Helgi Sveinsson, Olto Tulinius. Vélur A. Ólufsson. formaður. I\ J. Thorsteinsson. Pélur Pétursson. jjátaábyrgSarfélag Dsfirðinga. í maí-hefti Ægis, stendur grein um Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga og stoín- un þess, eftir Arngrím Fr. Bjarnason, en þar sem eg var töluvert viðriðinn stofn- un þessa félags, leyfi eg mér hér með að leiðrétta ýmislegt, sem þar er ekki fylli- lega rétl skýrt frá. Fyrsta ábyrgðarfélagið, Bátaábyrgðarfélag ísfirðinga, var upphaf- lega stofnað í Hniísdal í fehrúarmánuði 1890, og voru lildrög þess þessi: Á samkomu sem haldin var. í Hnífsdal um nýárið 1890 var tilrætt um, milli min og nokkra málsmetandi útvegs- bænda, að nauðsyn bæri til að stofnað yrði ábyrgðarfélag fyrir ojjna háta, og

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.