Ægir - 01.07.1918, Page 15
ÆGIR
115
leiddi það til þess, að skömmu síðar var
haldin fundur i því skyni. Fundur þessi
var vel sóttur, og voru allir sammála
um, að stofna slíkt félag, ef flestir út-
gerðarmenn, einkum í Bolungarvík, vildu
vera með i þvi, og voru 3 menn kosnir
til þess að ræða málið við Bolvíkinga
og hlutu kosningu, Páll Halldórsson út-
vegsbóndi, Hannes Jónsson formaður og
Árni Sveinsson. Síðari hluta janúarmán-
aðar héldum við fund í Bolungavík, og
mættu þar flestir útgerðarmenn Bolunga-
vikur, og nokkrir innan úr Djúpinu, og
voru allir samþykkir þvi, að stofna fé-
lagið og skyldi stofntundur haldinn í
Hnífsdal í íebrúarmánuði næstkomandi.
Á fundinum voru kosnir 3 menn, til
,þess að mæta á þeim fundi, fyrir hönd
Bolvíkinga og Djúpmanna.
Nálægt miðjum febrúar var svo stofn-
fundur haldinn i Hnífsdal, samþykt lög
fyrir félagið og stjórn kosin, en jafnframt
ákveðið að félagið ekki skyldi taka til
starfa fyrri en í byrjun næsta hausvertíðar.
Það var meðal annars ákveðið i lög-
um íélagsins, að fyrir utan ákveðið
hundraðgjald af öllum þeim bátum sem
vátrygðir væru, skyldi vera til frekari
tiyggingar, samábyrgð allra þeirra manna
er i félaginu væru, hlutfallslega eftir þeirri
upphæð, en þeir hefðu vátrygða.
Þegar til þess kom að nota félagið
voru undirtektir miklu daufari en vænta
mátti. Fáir höfðu á móti að borga ið-
gjaldið, en flestum var illa við sam-
ábyrgðina. Það bar því nauðsyn til að
úlvega einhvern varasjóð, og bað þvi
stjórn félagsins þingmenn kjördæmisins,
að fara þess á leit við Alþingi að það
veitti nokkra uppliæð í því skyni. Þetta
leiddi til þess, að Alþingi veitti sýslu-
nefnd ísafjarðarsýslu 4000 krónur til
ráðstöfunar handa ábvrgðarfélagi á Vesl-
fjörðum.
Árið 1894 kaus sýslunefndin 5 manna
nefnd til þess, að gera tillögur um ráð-
stöfun þessara 4000 króna, og hlutu
kosningu: alþingismennirnir Skúli Thor-
oddsen og Sig. Stefánsson, verzlunarstjóri
Árni Jónsson, hreppstjóri Guðm. Eiríks-
son, og kaupm. Árni Sveinsson.
Um þessar mundir byrjuðu nokkrir
útvegsbændur á fiskiveiðum með þilbát-
um. Nefndin taldi þvi réttast, að láta
þetta ábyrgðarfélag sérstaklega ná til
þeirra, og breyttu lögum félagsins eftir
því, og nefndi það »Þilskipaábyrgðarfélag
Vestfirðinga«. Á sýslufundinum 1895 voru
lög þessi samþykt, og kosnir i stjórn fé-
lagsins verzlunarstjóri Árni Jónsson,
konsúll H. S. Bjarnason og kaupm. Árni
Sveinsson.
Það sýndi sig fljótt, að þilskipaútvegur
bænda borgaði sig illa og eftir fá ár var
hann fallinn úr sögunni, en um aldá-
mótin byrjuðu vélabátarnir að ryðja sér
til rúms, og var þá nafni félagsins enn
breytt, (að mig minnir sinu upprunalegu
nafni) »Bátaábyrgðarfélag ísfirðinga« og
lögunum breytt í samræmi við það, en
þegar árabátarnir lögðust niður, og fé-
lagið að eins var notað fyrir vélbáta,
fékk það sitt núverandi nafn.
Árið 1904 bættu afskifti mín af þessu
félagi svo ekki er mér kunnugt um gang
þess síðan, en ekki man eg eftir því, að
Alþingi hafi veitt annann styrk en þær
áðurnefndan 4000 krónur.
Reykjavik 6. júlí 1918.
Arni Sveinsson.
Leiðrétting
í síðasta tbl. Ægis slendur svo á bls.
87, 11. 1. að neðan. »En það verð féll
um 100%«, á að vera 50°/o.