Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1918, Qupperneq 19

Ægir - 01.07.1918, Qupperneq 19
ÆGIR 119 Fiskiveiðar byrjuðu hér ekki alment fyr en eftir miðjan júlí sökum beituskorts, en samt höfðu sumir af vélabátunum fengið góða róðra áður, en þeir þurfa að sækja fiskinn vestur og fram af Siglufirði, því þá var ekki orðið vart við fisk liér svo telj- andi væri. Róðrarbálar byrjuðu ekki fyr en eftir 20. júlí, og réru sumir þeirra ekki nema lil miðs septembers, en nokkrir þeirra eins lengi og róið var, eða til nóvemberloka. Gæflir voru fremur slæmar alla verlíðina og beila allaf stopul. Eins og skýrslan ber með sér, þá hefir aflinn verið mjög góður, miðað við það, sem áður hefir verið liér, því vélabátar hættu allir í septemberlok sökum ólíðar. Þess má geta, að nr. 7 af vélabátunum var að eins róið 4 sinnum. Og ennfremur var nr. 7 af róðrarbátunum ekki róið nema yfir haustið. Húsavík, 13. marz 1918. Bjarni tíenediklsson. Loftskeytastööin. Hinn 14. júni voru blaðamenn bæjar- ins boðnir af landssímasljóra til þess að skoða hina nýju loftskeytastöð. Hefir landið nú nýlega tekið við stöðinní af Marconi-félaginu að öllu leyti, nema þvi, að rafmagnsgeymirinn á félagið enn sjálft, þvi að hann reyndist illa og hefir félagið skuldbundið sig til þess að senda hingað nýjan rafmagnsgeymir hið fyrsta, ogmeð þvi skilyrði, að stöðin geti senl skeyti eins langa leið og tilætlað er i samningn- nm við Mareoni-félagið. En langdrag hennar hefir eigi verið unt að reyna enn scm komið er. Blaðamönnum voru nú sýnd hin ýmsu herbergi stöðvarinnar, vélaklefarnir, mót- löku- og sendistöðin og stofur þær sem teknar eru fyrir símritunar-og loftskeyta- skólann. Skýrði stöðvarstjórinn, Friðbjörn Aðalsleinsson, jafnframt ætlunarverk hinna ýmsu véla og áhalda og sýndi hvernig stöðin starfaði bæði að móttöku og sendingu skeyla. Að því loknu gaf landsímastjórinn, 0. Forberg, stutta skýrslu um sögu loft- skeytamálsins hér á landi, bj'ggingu stöðvar þessarar, kostnað og rekstur hennar og mælti á þessa leið: Að koma íslandi í loftskeytasamband við umheiminn var fyrst hreyft á þingi árið 1902. Það var Einar Benediktsson, fyi v. sýslumaður, sem gerðist aðal-tals- maður loftskeytasambandsins i það skifti. Tveim árum síðar, 1904, fór þáverandi ráðherra Hannes Hafstein, til Lundúna til þess að ráðgasl við Marconi-félagið um loftskeytasamband við ísland. Skömmu siðar gerði Marconi-félagið til- boð um að koma á loftskeytasambandi milli Skotlands — Reykjavikur — Isa- fjarðar — Akureyrar og Seyðisfjarðar. Fyrir slöðvar þessar vildi íélagið lá eina

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.