Ægir - 01.07.1918, Síða 20
120
ÆGIR
miljón króna í eitt skifti fyrir öll og auk
þess 113.000 kr. árlega til reksturskostn-
aðs. Allar tekjur áttu að renna í lands-
sjóð.
Loftskeytatækin voru þá (1904) á
berskuskeiði og sem betur fór var til-
boðinu hafnað. Sem dæmi má geta þess,
að Ameríku-samband Marconi-félagsins,
sem lokið var við 1905, gat eigi tekið
verulega til starfa fyr en í febrúar 1908.
Sumarið 1905 lét Marconi-félagið reisa
hér tilraunastöð, sem gat tekið við
skeytum frá Poldhu í Englandi, en var
ekki útbúin með senditækjum. Ári siðar
var þessi stöð lögð niður.
Á alþingi 1911 var mikið rætt um að
koma á loftskeytasambandi milli Reykja-
vikur og Vestmannaeyja og jafnvel víðar.
l’að virlist hafa talsvert fylgi í þinginu,
en var þó að síðustu felt.
Með lögum um ritsíma og talsima-
kerfi Islands frá 20. okt. 1913, var heim-
ilað að byggja loftskeytastöð í nánd við
Reykjavik. Átti aðallilgangur stöðvarinn-
ar að vera sá, að vinna við skip i hafi,
og annast varasamband til útlanda.
Vegna stríðsins og annara ástæða
seinkaði framkvæmd málsins þangað til
sumarið 1916, að þeir Einar Arnórsson,
þáverandi ráðherra, og landssimastjórinn
fóru til Danmerkur og 1. júli sama ár
var gerður samningur við Marconi-félag-
ið um að byggja 5 kilowattastöð á Mel-
unum við Reykjavik. Um haustið veitli
brezka stjórnin útflutningsleyfi á tækjun-
um og i desember 1916 kom ílest alt efni
til stöðvarinnar hingað til Reykjavikur.
Bæjarstjórn Reykjavíkur lét af hendi
20000 fermetra lóð á Melunúm gegn 300
kr. árlegu lóðargjaldi f’á um haustið
(1916) var einnig byrjað að reisa hús
l'yrir slöðina. Einari Erlendssyni bygging-
armeistara var falin yfirumsjón við hús-
bygginguna og má telja að lokið hafi
verið við smíði hússins um siðustu ára
mót.
Húsið er einlyft með háum kjallara.
Það er 56 X 33 fet, bygt úr steinsteypu
og hið vandaðasta í alla staði. í kjallar-
anum er þriggja herbergja ibúð fyrir
dyravörð stöðvarinnar, auk eldhúss,
þvottahúss, miðstöðvarhitavélar og
geymslu fyrir olíu og eldivið. Uppi eru
þrjú herbergi fyrir loftskeytatækin: eilt
fyrir sendivélarnar, annað fyrir rafmags-
geymirinn og hið þriðja fyrir móttöku-
vélarnar. Auk þess eru þar tvö herbergi
fyrir símritunar- og loftskeytaskólana og
tvö herbergi fyrir forstjóra stöðvarinnar.
Húsið ásamt raflýsingu, hitaleiðslum og
vatnsleiðslu, kostar um 77,000 kr. Húsið
er ennþá ómálað að utan.
Möstur stöðvarinnar eru tvö og standa
sitt hvoru megin við húsið. Þau eru 253
ensk fet á hæð hvert og 600 fet á milli
þeirra. Hvort mastur er bygt úr 23 tíu
feta stálpipum en efstu 23 fetin eru úr
tré. 12 stálvírar styðja hvert mastur.
Stálvírar þessir eru einangraðir frá möstr-
unum og jörðu. Þeim er lest í álta stóra
og sterka cementsstöpla. Hver stöpull er
8 X 9 fet og grafinn um 9 fet í jörðu.
Möstrin standa einnig á samskonar ce-
mentsstöplum. Þessir cementsstöplar eru
10 talsins og auk þess 7 minni fyrir
festar loftnetsins — samtals 17 stöplar.
Milli masturtoppanna eru strengdir 4
hronzeþræðir og úr miðju þeirra aðrir 4
þræðir niður að jörðu og inn i vélaher-
Ijergið. Loítþræðir af þcssari gerð eru
nefndir »T—loftnet« og hafa þann eigin-
leika að geisla rafsegulöldunum jafnt í
allar áltir.
Eiginsveiflur þessa loflsnets eru um
900 metrar og er því notað til að senda
900 og 1800 m. öldur. Frá syðra mastri
stöðvarinnar eru, auk áður umgetinna
loftþráða, strengdir tveir þræðir niður að