Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1918, Page 23

Ægir - 01.07.1918, Page 23
ÆGIR 123 Mál til meðferðar alls í þinginu: Frumvörp ........................... 49 Þingsályktunartillögur ............. 50 Fyrirspurnir ........................ 8 Alls 107 Rökstuddar dagskrár hafa verið bornar fram 13. Þar af 5 samþvktar, en 8 feldar. Saiubandsmálið. Að lokum mælti forseti á þessa leið: Þá skal eg síðast en ekki sízt minnast á sambandsmálið. Stjórn Dana og þing hafa sýnt íslandi það bróðurþel og þann sóma, að senda hinga 4 fulltrúa til þess með óbundnu Umboði að semja við stjórn íslands og Alþingi sem jafn réttháa samningsaðilja um samband landanna í framtíðinni. Til þessarar farar hata Danir valið 4 af sín- um vitrustu, viðsýnustu og hleypidóma- lausustu mönnum, enda er árangurinn af komu þeirra og samningaumleitunum orðinn sá, að þeir annarsvegar og ís- lenzka stjórnin og Alþingi hinsvegar hafa orðið ásáttir um frumvarp til sambands- laga milli Danmerkur og íslands, sem gera má sér beztu vonir um að báðar þjóðir fallist á, og ei það verður að lög- um má vænta þess að það verði báðum þjóðum til sóma og gagns, að ágreining- ur sá, sem þvi miður svo oft hefir verið milli bræðraþjóðanna, hverfi úr sögunni, en bræðraþelið eílist og samvinnan auk- ist til gagns fyrir báðar þjóðir. Þetta þing er orðið hið lengsta, sem haldið hefir verið. Það hefir nú staðið i 100 daga. En það er trúa mín, að það muni og lengi i minnum haft, ekki vegna þess, hve lengi það stóð, heldur vegna hins, að það bar gæfu til að leiða til lykta og komast að niðurstöðu um stór- mál það, sem eg mintist á, að þvi er eg treysti, á viðunandi hátt. Eg bið drottinn að blessa störf þessa þings og að varðveita fósturjörðu vora á þessum mjög svo erfiðu háskatimum. Samningarnir. Eftirfarandi tilkynningu hefir fréttastofa íslands (Islands Telegrambureau) 18. þ. m. fengið leyfi til að birta og senda út. Samningaumleitanir þær, sem hér hata fram farið milli dönsku sendinefndarinn- ar og Alþingis og islenzku stjórnarinnar, hafa leitt til fullkomins samkomulags um frumvarp til sambandslaga fyrir hin tvö lönd í framtiðinni og þar með ætti öllum hinum mörgu og gömlu deilumál- um að vera ráðið til lykta. Frumvarpið, sem var undirskrifað í dag, hefir fengið samþykki íslenzku stjórnarinnar og nær allir þingmenn hafa fallist á það. Þegar danska sendinefndin kemur til Kaupmannahafnar, sem sennilega verður um miðja næstu viku, mun frumparpið íengið dönsku stjórninni í hendur ásamt tillögu um, að það verði borið undir samþykki danska ríkisþingsins. Alþingi Islendinga var slitið í gær, en búist er við því, að það komi saman aft- ur í septembermánuði til þess að ræða um frumvarpið. Og þegar Alþingi hefir samþykt það, mun það verða borið undir alþjóðaratkvæði. Tilkynningu þessa hefir Fréttastofan sent fréttastofum á Norðurlöndum til birtingar í blöðum þar. Er það hið ein- asta, sem birt verður opinberlega um samningana, þangað til danska sendi- nefndin er heim komin.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.