Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1919, Page 7

Ægir - 01.03.1919, Page 7
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. 12. árg. | Reykjavi k7 M ar z, 1919. j Nr. 3. Aðalfuridur Fiskifélags íslands var haldinn í húsi K. F. U. M. hér í bæ laugardaginn 15. febrúar s. 1. kl. 6 e. h. Fundarstjóri var í einu hljóði kosinn hr. tannlæknir Brynjólfur Björnsson og ritari fundarins Sveinbjörn Egilson. Forseli Fiskifélagsins, hr. Hannes Haf- liðason, tók þá til máls og mintist Þor- steins heitins Sveinssonar og þess tjóns, sem fráfall hans væri fyrir sjómannastétt þessa lands. Því næst las hann upp aðalreikning félagsins, skýrði frá framkvæmdum og gerðum stjórnarinnar á hinu liðna ári, ýmsum styrkveitingum, starfi vélfræðings Ólafs Sveinssonar og erindrekanna. Er hann haföi lokið máli sinu, var gengið lil dagskrár, og Iýsti fundarstjóri Þvi yfir, að orðið væri frjálst. Uagskráin var þessi: L Bjargráðamálið. p* Hafnamálið. 3- Vitamálið. 4. Kosning tveggja endurskoðunarmanna fyrir næstu 4 ár. Bjargráðamálið. Þar tók Hannes Haf- iiðason fyrstur til máls, skýrði hvernig það gengi og livað verið væri að starfa því til styrktar og framgangs. Banka- stjóri Benedikt Sveinsson talaði með fyamkvæmdum og áframhaldi og benti hl framkvæmda Vestmannaeyinga og gat þess, að þeir þegar væru farnir að fá tilboð um smíði á björgunarskipi. Þá talaði Sveinbjörn Egilson nokkur orð og gat þess, að fyrirætlanir manna væru svo á reilci um alt fyrirkomulag, sumir vildu eignast skip líkt og »Geir«, en það áleit hann gróðafyrirtæki, sem ælti ekkert skylt við þá hugmynd, sem hann hefði um þetta atriði, en hún væri sú, að skip væri á verði til þess að reyna að bjarga mannslífum. Hvað skip til björgunar áhrærði, benti hann á, að ekki væri úr vegi að litast um á Skot- landi, hvort ekki mundi þar heppilegt far til sölu. Hajnamálið. Hannes Haíliðason skýrði frá hvernig það mál horfði við. Ilr. Kirk er nú erlendis og er þar að semja skýrslu sína um árangur athugana þeirra, sem hann á ferðalagi sínu i sum- ar gerði. Samkvæmt beiðni hans sendi sljórn Fiskifélagsins honum í haust skýrslu um hinar ýmsu veiðistöðvar landsins, mannafjölda, tölu háta og býla m. fl., sem hann ætlar að styðjast við í skýrslu sinni. Vilamálið. Hannes Hafliðason skýrði frá hvernig komið væri þar. Frumvarp vitamálastjórans tók skipstjórafélagið »Aldan« til athugunar og gerði þar breylingar, og enn er það mál ekki út- kljáð. Fleiri töluðu ekki. Þá var gengið til kosninga tveggja endurskoðunarmanna reikninga Fiskifé- lagsins og voru endurkosnir þeir tann-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.