Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1919, Blaðsíða 7

Ægir - 01.04.1919, Blaðsíða 7
12. á Skýrsla erindreka Fiskifélags íslands í Aust- flrðingafjórðungi árið 1918. Fann 1. janúar 1918 var eg sldpaður erindreki Fiskifélags íslands í Austfirðinga- fjórðungi, og eilt með öðru, sem eg átti að slarfa samkv. erindisbréfi mínu var að gefa Fiskifélagsstjórninni skýrslu um starf mitt á árinu. Það fyrsta sem eg gerði í þessari er- indreka starfsemi minni, var að reyna að linna upp góða og heppilega starfsaðferð. Enda þótt eg væri nokkurn veginn kunn- ugur staðháttum hér og mörgum sjómönn- um og útvegsmönnum hér eystra, þá á- leit eg betra að kynna mér, enn betur hugsunarhátt manna og helztu áhugamál hinna ýmsu útgerðarplássa hér og byggja svo mitt framtíðarstarf á því. Eg ætlaði strax snemma í fyrra vetur að ferðast um, en bæði vond veðrátta, illar samgöngur og ýmsar mínar eigin kringumstæður, urðu þess valdandi að eg gat það ekki fyr en í miðjum apríl, þá fór eg með Sterling suð- ur á Mjóafjörð og Norðfjörð. Á Mjóafirði stansaði eg litið, hitti þar formann deildarinnar. Sagði hann mér að deildin væri fámenn, sjaldan haldnir þar fundir og- deildin þar hefði engin sérstök útvegsmál með höndum. Þaðan gengu til fiskjar í sumar 3 mótorbátar og nokkrir . 4-5 róðrarbátar. Á Norðfirði dvaldi eg í tvo daga. Deildin þar telur rúma 50 meðlimi. Þar var haldinn af minni tilhlulun fund- ur í deildinni, og voru rædd þar 2 mál: Um stofnun ábyrgðarfélags fyrir mótor- báta og um fiskihöfn fyrir Austfirðinga. Þar var samþykt að hrinda ábyrgðarmál- inu áfram, og skorað á nefnd, er hafði árið áður undirbúið þetta mál, að koma því i framkvæmd, og virtust útgerðarmenn sammála um nauðsyn að ábyrgðarfélag fyrir mótorbáta yrði stofnað þar, enda hvatti eg þá þar á fundinum og utan fundar mjög til þess, en málið er þó ekki komið í framkvæmd enn, en mun nú vera í undirbúningi, og ætlast til að það kom- isl í framkvæmd á næsta ári. Um liitt málið, fiskihöfn fyrir Austfirðinga urðu miklar umræður, voru allir sammála um nanðsyn á að gerð yrði fiskihöfn ein- hversstaðar á hentugum stað á svæðinu frá Austurhorni til Hornafjarðar, svo Aust- firðingar gætu notið gæða velrarvertíðar- innar. Samþykt tillaga í þá átt, að skora á Fiskifélag íslands að hlutast til um, að nefnt svæði yrði rannsakað af verkfræð- ing og fengið álit hans um hafnarbyggingu þar. Þetta svæði mun nú rannsakað af hafnarverkfræðingi, hr. Kirk, en skýrsla um starf hans og álit um hafnarbyggingu þar syðra, hefir ekki heyrst opinberlega enn. Norðfirðingar eru mjög áhugasamir í öllu sem að útvegi lítur, bæði hvað snertir þeirra eigin slaðarmálefni og útvegsmál ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. irg. Reykjavík, apríl—maí 1919 Nr

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.