Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1919, Síða 11

Ægir - 01.04.1919, Síða 11
ÆGIR 41 3. Hafna- og lendingabælur. Framsm. Arngr. Bjarnason. 4. Atvinnulöggjöf sjómanna. Framsm. Eir. Einarsson. 5. Erindrekamálið innanlands. Framsm. Kr. Jónsson. 6. Merking á veiðafærum. Frmsm. Grím- ur Jónsson. 7. Breytingar á Síldarmatsl. Framsm. Guðm. Kristjánsson. 8. Færaspuni. Framsm. Arngr. Bjarnas. 9. Samvinna um kaup og sölu sjávar- afurða. Framsm. Jón Hálfdánsson. 10. S(mi um norðurhreppa ísafjarðar- sýslu. Framsm. Kr. Jónsson. 11. Ráðstafanir landsstjórnarinnar í sjáv- arútvegsmálum. Framsm. Friðrik Hjartars. 12. Atkvæði um hvar næsta fjórðungs- þing komi saman. Ákveðið var að færa mætti málin á dag- skránni eftir því, sem þurfa þælti. Var Oagskráin síðan borin undir atkvæði og samþykt í einu hljóði. III. Samþykt að senda stjórn »Fiskifél. íslands« svohljóðandi símskeyti. Stjórn Fiskifél. íslands, Reykjavík: Fjórðungsþing Vestfirðinga, sem hefst hér í dag, sendir yður kveðju. Æskir Þingið, sem gleggstra upplýsinga frá yður um ráðstafanir landsstjórnar í útvegsmál- UIn> og þau málefni, er stjórn Fiskifélags o^un leggja fyrir næsta fiskiþing. Arngrímur Bjarnason. IV. Þá var tekið til umræðu 1. mál 'lagskrárinnar: Sjóinannaskóli á ísafirði. Framsögumaður Eiríkur Einarsson. Til máls tóku auk framsögumanns. Friðrik Hjartarson, Kristján Jónsson, Guðm. Arason, Arngrímur Bjarnason, Guðm. Kristj- ansson og Grímur Jónsson. Eftir all-miklar umræður var svohljóð- aodi tillaga samþykt með öllum greiddum atkvæðum: a. »Fjórðungsþingið skorar á fiskiþingið að halda kröfum um sjómannaskóla á ísa- firði fast fram. b. Meðan sjómannaskóli er ekki kom- inn hér á stofn, telur Fjórðungsþingið sjálf- sagt, að haldið verði áfram námskeiðum þeim, sem haldin hafa verið undanfarið, og skorar fasllega á stjórn Fiskifél. íslands, að veita minst 2000 kr. til sjófræðiskenslu á lsafirði, svo að hún verði eins fullkom- in og auðið er, og sérstaklega aukin með verklegri sjófræðiskenslu«. V. Þá var tekið fyrir 2. mál á dagskrá. Vitamál. Framsögumaður Guðm. Arason. Til máls tóku auk framsögum. Eiríkur Einarsson og Friðrik Hjartarson. Samþykt að kjósa 3ja manna nefnd í málið. Þessir kosnir: Eiríkur Einarsson......... með 7 atkv. Guðm. Arason............ — 5 — Friðrik Hjartarson...... — 4 — VI. Tekið fyrir 3. mál á dagskrá. Hafna- og lendingabœtur. Framsöguin. Arngrímur Bjarnason. Til máls tók auk framsögum. Jón Hálf- dánsson. Samþykt að kjósa 3ja manna nefnd. Þessir kosnir: Arngrímur Bjarnason ... með 7 atkv. Jón Hálfdánsson ........ — 6 — Kristján Jónsson ....... — 5 — VII. Þá kom til umr. 4. mál á dagskrá. Atuinnulöggjöf sjómanna. Framsögumaður Eiríkur Einarsson. Til máls tóku auk framsögumanns. Kristján Jónsson. Samþykt að kjósa 3ja manna nefnd. þessir kosnir: Guðm. Hannesson........ með 7 atkv. Eiríkur Einarsson...... — 6 — Kristján Jónsson ........ — 4 — VIII. Þá kom 5. mál dagskrár.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.