Ægir - 01.04.1919, Blaðsíða 12
42
ÆGIR
Erindrekamálið.
Framsögumaður Kristján Jónsson.
Til máls tóku auk framsögum. Arn-
grímur Bjarnason og Grímur Jónsson.
Samþykt að kjósa 3ja manna nefnd.
Fessir kosnir:
Grímur Jónsson ..........með 6 atkv.
Guðm. Kristjánsson ...... — 6 —
Jón Hálfdánsson ......... — 5 —
IX. 6. mál dagskrár.
Merking á veiðarfœrum.
Framsögumaður Grímur Jónsson.
Til máls tóku auk framsögum. Friðrik
Hjartarson, Jón Hálfdánsson, Eiríkur Ein-
arsson og Kristján Jónsson.
Samþ að vísa málinu til 2. umræðu.
Þá var samþ., að vísa 9. máli dagskrár
um samvinnu um kaup og sölu sjávar-
afurða lil nefndarinnar í erindrekamálinu.
X. 7. mál dagskrár.
Breytingar á síldarmatslögunum.
Framsögum. Guðm. Kristjánsson.
Samþykt að kjósa 3ja manna nefnd.
Þessir kosnir:
Guðm. Kristjánsson ...... með 7 atkv.
Grímur Jónsson .......... — 5 —
Friðrik Hjartarson ...... — 4 —
Þá var gefið þinghlé til kl. 10 árd.
Þing sett aftur kl. 10 árd. þ. 26. marz.
Mættu þá á þinginu í viðbót við áður-
talda fulltrúa Guðm. Hannesson yfirdóms-
lögm., sem fulltrúi fyrir fiskifélag Dala-
hrepps (samkv. umboði) og Jens Níelsson
kennari, sem 2. fulltrúi fiskifél. ))Þuríður
Sundafylla« Bolungarvík.
XI. Var því næst tekið fyrir 10. mál
dagskr.
Sími um norðurhreppa ísafjarðarsýslu.
Framsögumaður Kristján Jónsson.
Til máls tóku auk framsögum. Grímur
Jónsson, Guðm. Hannesson og Eirikur
Einarsson.
Samþykt að kjósa 3ja manna nefnd.
Þessir kosnir:
Grimur Jónsson............með 9 atkv.
Kristján Jónsson ......... — 7 —
Eiríkur Einarsson ........ — 6 —
XII. Þá var tekið fyrir 11. mál dag-
skrárinnar.
Ráðstafanir stjórnar í sjávarútvegsmálum.
Framsögumaður Friðrik Hjartarson.
Til máls tóku auk framsögum. Arngr.
Bjarnason og Guðm. Kristjánsson.
Samþykt að kjósa 3ja manna nefnd.
Þessir kosnir:
Friðrik Hjartarson......mgð 8 atkv.
Arngrímur Bjarnason..... — 6 —
Guðm. L. Hannesson...... — 5 —
XIII. Þá var fyrirtekið 8. mál dagskr.
Fœraspuni.
Framsögumaður Arngr. Bjarnason.
Til ináls tóku auk framsögum. Kristján
Jónsson.
Svohljóðandi ályktun var samþ. í einu
hljóði:
»Fjórðungsþingið treystir Fiskiþinginu
til þess, að vinna af sem mestu kappi að
því, að fullkomin innlend færagerð komist
á sem fyrst«.
XIV. Þá lagði framsögum., í Hafna- og
lendingabætur, Kristján Jónsson fram svo-
hljóðandi ályktun:
wFjórðungsþingið lýsir fylgi sínu við á-
lyktanir siðasta Fiskiþings um, að hafnar-
bótamálum verði hið bráðasta komið í
reglubundið kerfi, og væntir þess fastlega,
að Fiskifélagið hafi ráð á verkfræðingi,
svo hægt verði að sinna nýjum og endur-
teknum beiðnum um hafna- og lendinga-
bætur«.
Jafnframt mælir fjórðungsþingið með
framkomnum beiðnum:
1. Frá fiskifélagsdeild »Þuríður Sunda-
fyllircc í Bolungarvík, um framhald og end-
urbætur á brimbrjót þeim, er byrjað hefir
verið á þar á staðnum.
2. Frá fiskifélagsdeild »TiIraunin« Hnífs-