Ægir - 01.04.1919, Qupperneq 14
44
ÆGIR
íelsson, Eiríkur Einarsson og Arngrímur
Bjarnason, sumir oft. Eftir miklar umræð-
ur var aðalályktunin borin undir atkvæði
og samþ. með öllum greiddum atkvæðum,
og viðaukatill. (með 4 samhlj. atkvæðum).
XIX. Þá var tekið fyrir 13. mál dag-
skráarinnar.
Mœling sjávarhita.
Framsögumaður Arngrimur Bjarnason.
Til máls tóku auk frams.m. Guðm.
Kristjánsson og Eiríkur Einarsson.
Svoliljóðandi álykun kom frá framsögu-
manni:
»Fjórðungsþingið skorar á stjórn fiski-
félags íslands, að beita sér fyrir því, að
mæling sjávarhita fari fram, sérstaklega á
tímabilingu frá 1. júní til 1. nóv. a. m. k.
af tveimur bátum á hverju svæði. Sé þess-
um mælingum haldið áfram nokkur ár og
niðurstaða þeirra birt opinberlega, svo séð
verði áhrif sjávarhita á fiskigöngur um-
hverfis landið«.
Ályktunin var samþ. í einu hljóði.
XX. Þá kom til umræðu 14. mál dag-
skrárinnar.
Landhelgisgceslan
Framsögumaður Arngrímur Bjarnason.
Aulc hans tóku til máls Kr. Jónsson.
Samþ. að kjósa 3ja manna nefnd.
Þessir kosnir:
Sigfús Daníelsson ..... með 7 atkv.
Jens Nielsson og ...... — 6 —
Arngrímur Bjarnason ... — 5 —
XXI. Þá var tekið f}rrir 15. mál dag-
skrárinnar.
Aflaskýrslur.
Framsögumaður Sigfús Danielsson.
Til máls tóku auk framsögum. Grímur
Jónsson, Eirikur Einarsson, Jens Níelsson
og Friðrik Hjartarson.'
Svohljóðandi ályktun frá framsögum.
samþ. í einu hljóði.
»Fjórðungsþingið skorar á allar deildir
fjórðungnum að annast um fljólar og
ábyggilegar aflaskýslur frá sínu svæði.
Jafnframt skorar fjórðungsþingið á fiski-
þingið að hækka svo borgun fyrir afla-
skýrslur að unt verði að birta þær, helst
mánaðarlega í tímariti Fiskifélagsins«.
Þá var gefið þinghlé til kl. 9 árdegis
næsta dag.
XXII. Skömmu áður en þinghlé var gef-
ið, barst þinginu heillaóskaskeyti frá stjórn
Fiskifélagsins.
Þing sett að nýju kl 9x/2 árd. þ. 27. mars.
XXIII. Þá lagði framsögum. nefndarinn-
ar i 10 máli dagskrárinnar.
Sími um norðurhr. Ísa/jarðarsýslu.
Kristján Jónsson lagði fram svo hljð-
andi ályktun:
»Fjórðungsþingið telur það bráðnanð-
synlegt vegna sjávarúlvegsins að »sími
verði hið allra bráðasta lagður um norð-
urhreppa ísafjarðarsýslu leið þá sem hér
segir: Út Langadalsströnd að Unaðsdal,
þaðan yfir Dalsheiði að Höfða, frá Höfða
sæsími yfir að Kvíum, þaðan sími yfir
Kvíarfjall niður Karlsstaðadal meðfram
Veiðileysufirði, nálægt Steinólfsstöðum að
Seleyri, þaðan sæsírni að Stekkeyri (Heklu)
til Hesteyrar og frá Hesteyri sími til Látra
í Aðalvík, og beinir því til Fiskiþingsins
að skora á alþingi að hrinda þessu máli
til framkvæmda hið allra bráðasta. Að
gefnu tilefni lýsir fjórðungsþingið yfir því,
að það telur loftskeytastöð á Hesleyri með
símalínu til Látra ófullnægjandi«.
Til máls tóku auk framsögum. Arngr.
Bjarnason.
Fylgdi ályktuninni ýtarlegt nefndarálil
er liggur með þinggjörðinni.
Ályktunin var því næst samþykt með
öllum greiddum atkvæðum.
Þá lagði framsögum. í 9 máli dagskr.
Samvinna um kaup og sölu sjávarafurða,
Grimur • Jónsson fram svo hljóðandi
ályktun:
a. »Fjórðungsþingið skorar á fiskiþingið,