Ægir - 01.04.1919, Blaðsíða 18
48
ÆGIR
Fiskiveiðar byrjuðu alment hér á Húsa-
vtk 20. júní, bæði á vélabátum og róðrar-
bútum, og var þá strax ágætis afli á grunn-
miðum, en mjög var erfitt að geta haft
nýja beitu, hér fékst engin sild og urðum
við að láta sækja sildina til Akureyrar,
svo þegar húu kom til Húsavíkur, eftir
10—12 stunda ferð, í miklum hita, þá var
hún orðin slæm beita, því þessi smásíld
þolir alls engan flutning; en þrátt fyrir
þetta fiskaðist ágætlega, svo í júnílok var
kominn meiri fiskur á land hér á Húsa-
vík, heldur en var í júlílok 1917.
Aflinn var mestur dagana 23.—28. júní,
en úr því fór að minka um aflann, og
um tíma fyrst í júlí, var að heita mátti
alveg fiskilaust; en undir miðjan mánuð-
inn fór afiinn heldur að aukast, en aldrei
varð neitt líkur fiskafli og fyrst, og þó
var nú notuð ný hafsíld í beitu, svo þeg-
ar kom nokkuð fram í ágúst, fór fiskur
altaf þverrandi, einkum til djúpanna, það
hittust að vísu góðir róðrar en oftar sem
aflinn var rír, enda var hér þá mjög óstilt
tíðarfar, svo ekki var hægt að leita að
fiskinum eins og gert hefði verið í góðum
veðrum.
Vélabátar liætlu flestir um 20 septem-
ber, því að þá var ekki útgerðin farin að
bera sig móti því að róa á róðrarbátum
og mikið ódýrari útgerð.
Eins og skýrslan ber með sér, þá hefir
aflinn á vélbátana aldrei verið eins góður
yfirleitt miðað við útgerðartímann, en þó
er hæpið að vélbátarnir beri sig sökum
þess, að alt var svo dýrt, sem til útgerðar
þurfti.
Þess má geta, að nú um mörg ár liefir
ekki fiskur legið eins langt fram á vetur
eins og i vetur. Það var allgóður afli í
janúar, þó var ekki önnur beita en söltuð
síld og Ijósubeila.
Húsavík, 14. marz 1919.
Jón Einarssan.
Árið 1919 miðvikudaginn 12. marz var
aðalfundur i fiskifélagsdeildinni »Garðar«
haldinn á Hótel Húsavik.
Fundarstjóri var kosinn Bjarni Benedikts-
son.
1. Lesinn upp og lagður fram ársreikn-
ingur félagsins og samþyktur í einu hljúði.
2. Kosin stjórn félagsins, og hlutu kosn-
ingu:
Bjarni Benediktsson,
Jón Einarsson og
Jónas Sigurðsson,
og til vara:
Páll Sigurðsson,
Karl Einarsson og
Sigurður Sigfússon.
Endurskoðendur:
Páll Kristjánsson og
Sigurjón Þorgrímsson.
3. Stjórninni falið að senda suður afla-
skýrslur eins og að undanförnu.
4. Jónas Sigurðsson kosinn til að mæla
á fjórðungsþingi Fiskifélags íslands, sem
ákveðið er að haldið verði i vor komandi
á Akureyri. Sömuleiðis samþykt að borga
honum ferðakostnað eftir reikningi, en
enga dagpeninga. í forföllum Jónasar er
Jón Einarsson kosinn, sömu skilyrðum.
Fundi slitið
(Sign.). Bjarni Benedikts*on.
Landssjóðsskipin.
Reikningur þeirra fyrir árið 1918 er nú
fullsaminn og er niðurstaðan þessi: Á
»Sterling« varð kr. 196,209,07 tap á árinu,
en á »VilIemoes« 315,452,79 króna gróði,
og á »Borg« sömuleiðis 414,668,21 króna
gróði. Gróði á útgerð allra skipanna hefir
því numið 533 þúsundum 911 krónum og
93 aurum.