Ægir - 01.04.1919, Síða 25
ÆGIR
55
friðarskilmálarnir.
Miðvikudaginn 7. maí var fulltrúum
Þjóðverja á friðarfundinum birt uppkast*
að friðarsamningunum, og fer hér á eftir
útdráttur.
Samningauppkastið tekur fram þau skil-
yrði, sem bandamenn og þeirra sinnar setja
af sinni hálfu fyrir því, að þeir semji frið
við þýzkaland ....
Þess vegna er í þeim sáttmálinn um
þjóðbandalagið, og lögin um alþjóða verka-
mannalög, sem áður hafa birst.
Þýzkaland á að fallast á, að upphafnir
sé samningarnir frá 1839, þar sem Belgía
var viðurkend hlutlaust ríki, og á nú að
viðurkenna drottinvald Belgíu yfir Mores-
nei, í Belgíu og nokkrum hluta þess í
t’ýzkalandi og á Þýzkaland að láta af
hendi tilkall til Eupen og Malmedy í
hendur Belgíu.
Landamærin Frakklands megin verða
þau sömu sem voru 18. júlí 1870, með
tilskildum réttindum í Saar-héraði.
Frakkland fær þannig Elsass og Loth-
ringen. •
Ekki má Þýzkaland hafa neinar viggirð-
ingar eða vígi á 50 km. breiðri skák aust-
an Rínarfljóts, né hafa vopnað lið eða
nokkurs konar tæki til að greiða fyrir
Lerútbúnaði á því svæði, og engar heræf-
ingar fremja þar.
Kolanámurnar í Saar-héraði fá Frakkar,
en nefnd, sem alþjóðabandalagið skipar, á
að stjórna héraðinu.
Eftir 15 ár á alþýðu-atkvæði að skera
úr um framtíð Saarhéraðsins.
Þýzkaland viðurkennir fullkomið sjálf-
stæði hins þýzka hluta Austurríkis, og
einnig ríkis Tchekkó-slava og landamæri
þess Þýzkalandsmegin verða þar sem landa-
niæri Bæheims voru 1914.
Þýzkaland lætur af hendi við Pólland
mikinn hluta Austur-SIesíu og Pósen og
þann hluta Vestur-Prússlands, sem er vest-
an við Weichsel.
Þýzkaland afsalar í hendur stórvelda
bandamanna öllum nýlendueignum sínum,
ásamt öllum réttindum, sem þeim fylgja.
Það afsalar sér ennfremur öllum réttind-
um og forréttindum í Maroccó.
Þýzkaland viðurkennir verndarvald Breta
yfir Egiptalandi og afsalar sér, frá 4. ágúst
1914, öllum samningum, sem það hefir
gert við Egiptaland.
Þýzkaland skuldbindur sig til þess, að
láta afskiftalausa alla samninga, sem Brel-
land kann að gera um Egiptaland við
önnur ríki.
Þýzkaland felst á að framselja Stórbret-
landi þau réttindi, sem Tyrkjasoldán hét
því, um frjálsar siglingar um Súes-skurð-
inn.
Ákvarðanir eru settar um eignir tilheyr-
andi Þjóðverjum, er hafa borgararétt i
Egiptalandi, og eru þær líkar reglum þeim,
sem settar eru um sama efni í Maroccó
og öðrum löndum.
Ensk-egipskar vörur, sem sendar eru til
Þýzkalands, skulu sæta sömu meðferð,
sem breskar vörur.
Vígin og hafnirnar í eyjunni Helgóland
og Diine skulu ónýtast, og eiga Þjóðverjar
að vinna að því og bera kostnað af því.
Upp í hernaðar-skaðabætur skulu Þjóð-
verjar greiða bandamönnum einn miljarð
sterlings punda í skuldabréfum, er falli í
gjalddaga ekki síðar en 1. maí 1921, og á
fáum næstu árum fjóra miljarða sterlings-
punda. Vextir af skuldum Þjóðverja skulu
vera 5%, og greiðslur þær, sem ekki verða
greiddar í gulli, mega greiðast með öðrum
verðmætum eignum, verzlunarvörum eða
verzlunarréttindum og einkaleyfum.
Þjóðverjar viðurkenni rétt bandamanna
til bóta fyrir kaupskipatjón það, sem þeir