Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1919, Síða 8

Ægir - 01.12.1919, Síða 8
126 ÆCxIR hefir með höndum. Annað hvort ár eru haldin Fiskiþing og velja þá deildir lands- ins sína bestu menn til að sitja þau. þess- ir þingmenn leggja svo fram á þinginu áhugamál þau, er á Fjórðungsþingum hafa verið álitin hin áhrifamestu og nauð- synlegustu. pau eru rædd á þinginu og annaðhvort send þegar til Alþingis með áskorun um að það taki þau fyrir, eða ]>á að stjórn Fiskifélagsins er falið að koma þeim í framkvæmd, enda ýms mál svo, ao þeim verður ekki beint til þings- ins, heldur verða að fara aðra Ieið. Stjórnin gerir alt sitt til jxess, á ein- livern veg að koma áhugamálum sjó- mannastéttarinnar í framkvæmd. J?að verkefni afhenda Fiskiþingin henni og það er verkefni stofnunar þeirrar sem heitir Fiskifélag íslands. Stofnun þessi hefir skrifstofu og geta menn þar fengið þær upplýsingar um flest þau málefni, er slíkri skrifstofu her að gefa. Stofnunin gefur út tímarit, sem á að fræða menn um ýmislegt er atvinnuveg þeirrá snertir, flytja ritgerðir um það er beíur mætti fara í útreiðslu skipa og báta og m. fl. Allir geta sent ritgerðir i tímaritið sem vilja og ritlaun eru greidd þótt lítil séu, því svo var aldrei til ætlast, að ritið yrði að eiiis málgagn ritstjórans. í þau sex ár, sem eg hef verið ritstjóri, hafa mér bor- ist í hcndur ýmsar fræðandi hugvekjur sem birlar liafa verið í Ægi, en þær eru of fáar. í skýrslu Páls ritstjóra Bjarnarsonar í síðasta tbl. Ægis, er getið um deyfð í deildunum og framkvæmdaleysi stjórnar- innar, að mönnum finst vera. Ef dcildir vildu ræða ýms málefni, sem bent er á í Ægi, t. d. vöndun á útreiðslu báía sinna, ýmislegt til öryggis lífi og heilsu manna, góða meðferð á seglum, gæfu hver öðrum skýringar og bending- ar um hvernig þetta eða hitt færi best á sjónum, söfnuðu nöfnum á hinum helstu miðum í sínum veiðistöðum, svo þau gleymdust ekki eins og Faxaflóamiðin sum, hvcttu sjómenn til að tína fáeina hnullunga úr vörunum endrum og sinn- um i landlegu dögum og meta þær meira en spilaborðið, þá yrði nóg efni til fund- arhalda og sé það sönnun fyrir því, að deild sé að lognast út af, að fundir séu aldrei haldnir, Jxá er að halda fundi, nóg er efnið, en alt það sem hér er upptalið er einskisvert, því hinum rauða þræði í öllum umkvörtunum um aðgerðarleysi stjórnarinnar má fylgja og liggur liann beint að hugmyndinni og orðmu v e r s 1- u n. S t o f n u n i n F i s k f é 1 a g í s- 1 a n d s, sem að eins þrífst sökum þess, að landssjóður með samþykki Alþingis veitir henni fé, til þess að íhuga, greiða fyrir og reyna að koma í framkvæmd nauðsyn j amálum sj ómannastéttarinnar, hún á að vera verslunarfélag, það er aðal mergur málsins, að Fiskifélagið versli, þá er alt gott og stjórnin dugleg. Hvernig yrði sú verslun, sem Fiski- félagið ætti að reka, styrkt af landsfé með 20,000 krónur í sjóði þegar best lætur, það er það atriði, sem eg fæ ekki slcilið og hef eg nú í nokkur ár liaft tíma og tækifæri til að hugsa um það málefni. Mér finst, að sú verslun, sem sæi um kaup og sölu fiskideilda landsins yrði yf- irgripsmikil og kostnaðarsöm. Félagið misti landssjóðsstyrk og fengi útsvar í staðinn og ætlu lögin að verða í gildi, þá yrði að geta um það í þcim, að l'élagið ræki verslun, en ekki skil eg hvernig ætti að fá duglegan forseta til slíkra fram- kvæmda, sem eftir lögum hefir enga vissu fyrh' að geta lialdið starfinu nema 2 ár og eftir almennu kaupgjaldi mundi enginn fást í slíka stöðu nú undir 15—20,000 kr.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.