Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1922, Blaðsíða 4

Ægir - 01.06.1922, Blaðsíða 4
70 ÆGÍÍÍ bæði á sumrin og þá tima, sem Krabbe og ólafur liafa verið á ferðalögum hér heima og erlendis. Nefndin er ekki höfundur að reglu- gerðinni, heldur er hún að miklu leyti þýðing á öðrum viðurkendum skoðun- arreglum, og til þess að mál og frágang- ur vœri í sem beztu lagi, voru þeir há- skólakennar dr. Guðmundur Finnboga- son og dr. Sigurður Nordal fengnir til þess að laga málfæri og þýða það, sem þýða þurfti, og komu þessir sex menn saman vikulega veturinn 1920—21, eink- um xneðan fyrri hluti reglugerðarinnar var undirbúinn, en við hinn síðari eða þann katlann, sem hljóðar um vélaút- búnað, voru það að mestu þeir ólafur Sveinsson og prófessorarnir, sem á þeim fundum mættu. Yms nýyrði eru í reglu- gerðinni, sem útskýringa þarf, en þau lærast vonandi lljótt. Eigi síðar en næsta nýjár verður farið að skoða eftir hinni nýju reglugerð, sem enn er óprentuð og óundirskrifuð af konungi. Stjórnarráðið hefir falið hr. ól. Th. Sveinssyni ýmsan undirbúning, sem hann nú vinnur að, þar sem nefndín hefir lokið störfum. Hin nýja reglugerð gerir ýmsar kröt- ur, sem mönnum í fyrstu kunna að koma illa og efalaust kosta eigendur skipa og báta fé, en hún varð að koma jafnt hér og annarsstaðar. Öryggi skipa og báta og þeirra manna, sem á þeim eru, er undir þvi komið, að allur búnaðnr sé í lagi og það fylgi á sjóferðum, sem bátum íylgja ber. Hið fyrsta, sem hér verður að skoða eru mótorbátar landsins, þar sem flest- um mun kunnugt að á meðal þeirra eru fleyfur, sem óábyggilegar eru til sjóferða og svo eru hér og hafa verið til gömul seglskip, sem mótorar hafa verið settir í og sem aldrei hafa verið smíðuð með það fyrir augum, að nota annað afl en segl til íramdráttar, gömul skip, þar sem bitar eru sagaðir sundur á miðju skip- inu á þeim stað, þar sem mótorinn á að vera, skip, sem með því sem mótor fylgir, svo sem háu stýrishúsi, stundum úr rýrum við, fara alt öðruvísi í sjó en þau áður gerðu og ekki komast á segl- um yfir stag, það eru skipin, sem athuga verður fyrst. Hversu mörg skip eru til hér, sem réttnefnd væru likkistur er ekki kunnugt, en þau munu þó finnast. Með ofhleðslu og óaðgætni má einnig gera góð skip hættuleg, og sýnir það sig bezt á því, sem nú er að fara fram á Eng- landi, Hleðslumerki það, sem sést á hliðum flestra flutningsskipa er jöfnum höndum nefnt hleðslumerki og Plimsollsmerki, kent við enskan mann, að nafni Samúel Plimsoll. Hann tók eftir þvf, hve mörg vöruflutningaskip komu aldrei fram og byrjaði að safna skýrslum um horfin skip og komst að þeirri niðurstöðu, að mörg þeirra væru gömul og í öll ofmik- ill þungi látinn. Hann kom opinberlega fram með þessar athuganir sínar og skipaeigendur urðu óðir og uppvægir, þar sem hér var unnið að því, að flutn- ingar rýrnuðu og þar af leiðandi minni farmgjöld. Sagan er löng en Plimsoll gugnaði ekki, hann fékk fleiri og fleiri sönnunargögn, komst á enska þingið og hamraði því i gegn, að ekki mætti hlaða skip nema upp að vissu merki, sem sett væri á skipið og það er hringur sá, sem við sjáum á skipshliðunum og nefnist þverlina hans hleðslumerki. Eftir að hleðslumerkið varð almennt, sýndu skýrsl- ur það, að hvarf skipa minkaði mikið og varð það til þess að sanna það, að ofhleðsla muni hafa valdið, að mörg skip

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.