Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1922, Blaðsíða 17

Ægir - 01.06.1922, Blaðsíða 17
83 Æ(G I R Heimasfaboða, Papey og Máfaflasir, hvítt milli Máfafljesa og Skorbeins en grænt yfir Skorbein og þar fyrir norðan. Ljós- ið verður 2 blossar á hverjum 20. sek.: blossi 1.5 sek., myrkur 4 sek., bl. 1.5, m. 13 sek. Vitahúsið verður 10 m. há rauðmáluð járngrind. Efstu 3 m. grind- arinnar verður timburklætt rauðmálað með hvítum lóðrjettum röndum. Þar of- an á 3. m. hátt rauðmálað ljósker. Ljós magn hvita Ijóssins verður 18 sm., rauða 15 sm., græna 14 sm. Á Papey þar sem varðan nú stendur verður viti reistur og mun hann sýna hvítt ljós milli Skorbeins og Bjarnar- skers, grænt yflr Bjarnarsker og fri af Hlöðu, rautt yfir Fjarðarboða og Blót- ólfsboða, hvítt milli Blótólfsboða og Færa- baks, grænt yfir Færabak og Kjöggur, hvítt frá Kjöggur að Hvíting, rautt yfir Hvíting að stefnu h. u. b. 61° en grænt þaðan í stefnu á Bóndavörðu og rautt frá Bóndavörðu og yfir Skorbein. Ljósið verður 1 blossi hverjar 10 sek., þannig: blossi 1 sek., myrkur 9. sek. Vitahúsið verður 5 m. hátt, hvítt steinsteypuhús með lárjettri rauðri rönd og 3 m. háu rauðmáluðu Ijóskeri. Ljósmagn hvita ljóssins verður 19 sm., rauða 16 sm., græna 15.5 sm. Á Karlstaðatanga að austanverðu í Berufirði, yst á nesinu, verður viti reist- ur og mun hann sýna hvítt, rautt og grænt fast ljós með tvímyrkvum, þann- ig: grænt yfir Bjarnarsker og þar fyrir norðan, rautt frá Bjarnarskeri yfir Kross- boða og Kjöggur, hvítt milli Kjöggurs °g Ystaboða, grænt yfir Ystaboða og Flyðrusker að Skorbein, rautt yfir Skor- bein, Lífólfssker, Reyðarssker og Svörtu- flasir, hvítt yfir leguna á Djúpavogi og grænt þar fyrir norðan að Æðarhúk. Vitahúsið verður 3 m. hátt, hvítt stein- steypuhús með lóðrjettum rauðum rönd- um; þar ofan á 2.5 m. hátt rauðmálað Ijósker. Ljósmagn hvíta ljóssins verður 6 sm., rauða 4 sm., græna 3 sm. Á Æðarhúk við Djúpavog að sunn- anverðu í Berufirði verður viti reistur og mun hann sýna hvitt, rautt og grænt fast Ijós með einmyrkva, þannig: hvítt inn Beruíjörðinn, grænt fyrir sunnan en rautt fyrir norðan yfir Krossboða og Bjarnarsker, hvítt milli Bjarnarskers og Svörtuflesja, grænt yfir Svörtuflasir og inn á leguna en rautt þar fyrir sunnan og verða ljósaskiftin úr grænu i rautt í þeirri línu sem skip eiga að leggjast. Vitahúsið verður þriggja m. hátt, rautt steinsteypuhús með lágrjettri hvítri rönd, þar ofan á 2.5 m. hátt rauðmálað Ijós- ker. Ljósmagn hvíta Ijóssins verður 6 sm., rauða 4 sm., græna 3 sm. Á Hróraundarey, yst á Starmýrartang- anum milli Hamarsfjarðar og Álftafjarðar verður viti reistur og mun hann sýna hvitt ljós milli Helluboða og Máfaflesja og rautt þar fyrir norðan, grænt yfir Máfaflasir, Papey og Selsker, hvítt milli Selskers og Hvítings en rautt þar fyrir vestan. Ljósið verður 3 blossar á hverj- um 15 sek., þannig: blossi 0.5 sek., myrkur 2.5 sek., bl. 0.5, m. 2,5, bl. 0.5, m. 8.5 sek. Vitahúsið verður 3 m. hátt hvítt steinsteypuhús með rauðum tiglum og 2.5 m. háu rauðmáluðu ljóskeri. Ljós- magn hvíla ljóssins verður 10 sm., rauða 7.5 sm., græna 7 sm. Á Stokksnegi sunnan til við Hornsvík við Vestrahorn, yst á nesinu, verður viti reistur og mun hann sýna hvítt Ijós alla leið milli Braka við Eystrahorn og Borg- eyjarboða út af Hornafjarðarós, en grænt yfir Brökur og Hvítíng og rautt yfir Borgeyjarboða og Hvanneyjarsker. Ljós- ið verður 3 blossar á hverjum 30 sek., þannig: blossi 1 sek., myrkur 4 sek., bl. 1, m. 4, bl. 1, m. 19 sek. Vitahúsið verð-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.