Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1922, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.1922, Blaðsíða 8
74 ÆGIR hefir verið 12 mánuði skipstjóri á fiskiveiðaskipi í utan- og innanlands- siglingum og 12 mánuði stýrmaður á verzlunarskipi í utanlandssiglingum. 15. gr. Sá, er öðlast hefir skipstjóra- eða stýrimannsskírteini í utanlandssigling- um, og auk þess sannar með vottorði, að hann hafi staðist próf i gufuvélafræði fyrir skipstjóra og stýrimenn við stýri- mannaskólann i Reykjavik, á kost á að fá viðaukaskirteini þessu til sönnunar hjá Sljórnarráði íslands. 16. gr. Rétt til að vera stýrimaður i utanlandssiglingum á islenzku verzlun- arskipi, eðaj i innanlandssiglingum á is- lenzku verzlunarskipi, sem er stærra en 300 rúmlesta, hefir sá einn, sem fengið hefir stýrimannaskírteini í utanlandssigl- ingum. Sé um gufuskip að ræða, hefir sá einn réttinn, sem fengið hefir einnig skirteini það, er um getur i 15. grein. 17. gr. Sá einn getur öðlast stýrimanns- skírteini á verzlunarskipi í utanlands- siglingum er: a. hefir eigi verið dæmdur fyrir nokk- urt það verk, er svivirðilegt er að almenningsáliti; b. sannar, að sjón hans sé svo fullkom- in, sem nauðsynlegt er fyrir stýri- menn; c. hefir staðist íarmannapróf við stýri- mannaskólann í Reykjavík; d. hefir verið háseti eftir 16 ára aldur minst 36 mánuði; af þeim tima ann- aðhvort 18 mánuði fullgildur háseti á verzlunarskipi í utanlandssigling- um eða 12 mánuði fullgildur háseti á fiskveiðaskipi í utan- og innan- landssiglingum og 12 mánuði full- gildur háseti á verzlunarskipi i ut- anlandssiglingum. Fullgildur háseti lelst sá, er fær vottorð skipstjóra um að hann kunni til allra aJgengra verka á skipi. Lög um lækhnn á aðflntningsgjRldl af holnm og salti. 1. gr, Aðflulningsgjald af kolum skal vera 5 kr. af smálest til ársloka 1922, en úr þvi greiðist aðflutningsgjald á kolum samkv. vörutollslögunum. Aðflutningsgjald á salti skal vera 3 kr. af smálest til 31. marz 1922, en frá þeim degi greiðist aðflutningsgjald af salti samkv. vörutollslögunum. Skýrsla yflr fyrlrlestra haldna við Stýrimanna' shóia Reykjavíbur veturlnn 1922—23. Fyrirlestrar byrjuðu hinn 25. október f. ár og voru að jafnaði tveir á mánuði, og var hinn síðasti haldinn 6. april þ. á. Efni það, sem skýrt hefir verið og í hefir verið farið er: Nöfn á hinum ýmsu tegundum skipa. Um efni það, sem hafl er i skipsreiða. Um reiðann, rár og segl. Viðhald segla. Um að lyfta miklum þunga og um ' talíur. Legufæri skipa, keðjar og lása. Að flytja út akkeri frá skipi. Um að leggja skip í »mooríngs« og áhrif á keðjur, er þær eru gleiðar. Bent á að teigja vel talíureipi, áður en þau eru skorin i. Að minka sjó við skipshlið við ferm- ingu eða affermingu. Hvernig fara skuli að er skip missir stýri. Farið i íslandskortið og bent á hættu- staði og hættur er yfir vofa við siglingar kringam landið. Farið i heimskortið, og skýrt frá sigl-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.