Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1922, Blaðsíða 13

Ægir - 01.06.1922, Blaðsíða 13
ÆGIR 79 fiskiskipnm, sem stöðugt fer ijölgandi og koma með betri og betri útbúnað til þess að stunda hér veiðar og selja alla sinn hér i landi. Lágt gengi hjá sumum þjóðum, t. d. Þjóðverjum, heíir einnig talsverða þýðingu í þessu efni. Nú geta þeir selt hvern farminn eftir annað hér með góðum hagnaði, og er það öfugt við það sem áður var, fyrir stríðið, þar sern héðan var töluverður útflutningur til Þýzkalands, einkanlega aí síld. Mannskaðinn mikli. M/b. Samson frá Siglufirði ferst 13.— 14. maí 1922. Þessa tjóns hefir áður verið getið i Ægi og sömuleiðis hinna norlenzku skip- anna, sem farist hata þá dagana, og fara hér á eftir nöfn þeirra manna er með þessum skipum fórust. Af m./b. Samson: 1. Oddur Jóhannsson frá Siglunesi for- maður. 2. Bæringur Ásgrimsson, vélamaður. 3. Ólafur Ásgrímsson. 4. Ólafur Sigurgeirsson. 5. Sigurður Gunnarsson. 5. Björn Gíslason. 7. Guðlaugur Jósefsson. Eigandi þessa báts var kaupmaður Þorsteinn Pétursson á Siglufirði, og voru allir skipverjar þaðan nema formaðurinn. Aknreyrarsk Ipin: Marianna, eign Höefpnersverzlanar. 1. Jóhann Jónsson, skipstj. Syðstamóti, 64 ára, kvæntur en barnlaus. 2. Jón Stefánsson, stýrim. Móskóum, 23 ára, ókvæntur. 3. Stefán Benediktsson, Berghyl, 38 ára, eftirlætur ekkju og 7 börn. 4. Jón Jónsson, Skeiði, 38 ára, eftirlæt- ur ekkju og 5 börn. 5. Björn Jónsson, Teigum, 34 ára, eft- irlætur ekkju og 6 börn i ómegð. 6. Guðbrandur Jónsson, Neskoti 57 ára kvæntur, 3 uppkomin börn. 7. Snorri Jónsson, Byttunesi, 29 ára eftirlætur ekkju og 2 ungbörn. 8. Anton Sigmundsson, Vestarahóli, 26 ára, ókvæntur. 9. Björgvin Sigmundsson, s. st. 25 ára ókvæntur. 10. Guðvarður Jónsson. Reykjarhóli, hálf fertugur, ókvæntur. 11. Eiríkur Guðmundsson, Langhúsum, 19 ára, ókvæntur. 12: Jón Guðmundsson, Syðstamóti, 18 ára, ókvæntur. Allir mennirnir voru úr fljótum. Aldan — eigandi Guðmundur Pét- ursson. 1. Vésteinn Kristjánsson, skipstjóri Framnesi i Grýtubakkahreppi 40 ára, ókvæntur. 2. Bergur Sigurðssou, stýrim. Siglufirði, 37 ára, kvæntnr. 3. Benedikt Stefánsson, Húsavík, 36 ára, kvæntur. 4. Sigurpáll Jónsson, Húsavik, 22 ára, ókvæntur. 5. Bjarni Pálmason, Sæbóli, Grýtubakka- hreppi, 21 árs, ókvæntur. 6. Egill Olgeirsson, Kambsmýrum, Fnjóskadal 36 ára, kvæntur. 7. Lúther Olgeirsson, Vatnsleysu, Fnjóskadal 33 ára, kvæntur. 8. Haraldur ólafsson, Hofsós, 15 ára, ókvæntur. 9. Ásmundur Einarsson, Hofsós, 20 ára, ókvæntur. 10. Barði Jónsson, Hofsós, 18 ára, ókvæntur. 11. Jón Vilmundarson, Hofsós, 22 ára ókvæntur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.