Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1922, Blaðsíða 9

Ægir - 01.06.1922, Blaðsíða 9
ÆGIR 75 ingum um úthöfin, slaðvindum og hvern- ig seglskip nota þá. Sýnt rekakkeri og útskýrð notkun þess; brýnt fyrir nemendum að nota það, og bent á aðferðir til þess að útbúa slik tæki á stærri skipum. Brýnt fyrir nemendum að láta aldrei hjá liða að strengja kaðla milli reiða, þegar sjór er úfinn eða í ofviðrum, sömuleiðis um lýsisbrúkun til að deyfa með sjó. Um björgnn frá skipi í rúmsjó, helztu aðferðir. Um lestarop og hvernig frá þeim eigi að ganga. Um skyldur stýrimanns. Um meðferð á vörum i farmrúmi og um að ganga þar írá ýmsu t. d. síldar- tunnum. Um »Proiest« og skoðun á lestaropum við minsta grun um skemdir á farmi. Um óhæfilega háa upphæð á hættu- stað fyrir björgun eða aðstoð, og hvernig skipstjóri fari þar að. Um hina miklu misbrúkun og fyrir- litningu, sem sjóferðabókinni er hér sýnd, af hverju það stafi, og brýnt fyrir nem- endum hvers virði bókin sé, að þeir við- hafi sektir, þar sem þeim verður á nokk- urn hátt viðkomið, áður en þeir láta fátækan sjómann frá sér fara með slæm- an vitnisburð í passa sinum. Brýnt fyrir nemendum að ástunda dag- bókarhald, er þeir verða yfirmenn, og skýrt frá afleiðingum, sem geta orðið við ýms sjótjón þegar dagbók er illa íærð eða alls eigi færð. Þetta er hið helzta sem eg hef farið yfir á þessum vetri. Hjá þeim, sem litið þekkja sjóinn enn, fer margt fyrir ofan garð er talað er um efni, sem þeir heyra i fyrsta sinni, en hjá þeim, sem vanir eru orðnir sjónum og farnir eru að skilja gang vélar þeirrar, sem við nefnum skip, geta þessar bendingar fyrirlestranna ef til vill orðið að einhverjum notum, er þeir minnast hvað þeim hefir sagt verið um það, sem þeir i það og það skiftið hafa með höndum á skipsfjöl er fram líða stundir. Reykjavik 29. apríl 1922. Virðingarfylst. Sveinbjörn Egilson. Til forstöðumanns Stýrímannaskólans. Skýrsla til Fisbifélags ísiands, Reykjnvík. Eins og yður mun kunnugt, varð eg við tilmælum herra Páls Halldórssonar, Svalbarðseyri, og hélt hér á Akureyri mótornámsskeið fyrir yðar reikning frá 16. janúar til 6. mars síðastliðinn. Verklega kenslan fór fram i kjallara bióhússins og stóð yfir að jafnaði fjóra tima á dag um allan námsskeiðstimann. Voru þar settir upp tveir mótorar 10 hesta afls hver. Annar fjórgengisvél með tveim cylindrum, — »Alpha«, en hinn tvigengis með einum cylinder, — »Skan- dia«. Hvorutveggja voi’u bátavélar með öllum vanalegum útbúnaði og fylgdi all- ur skrúfuútbúnaður »Alpha«-vélinni. Einnig var settur upp skrúfstykkisbekk- ur og fengin algengustu verkfæri til minniháltar viðgerða. — Alpha-vél þessi var aðallega notuð við kenslu í þvi, að laga vélaparta sem höfðu orðið fyrir sliti og skemdum og var nemendum þar kent að fella saman og laga legur, laga skrúfnagla, laga slit á öxlum, laga, gera við og beygja vatns- og olíuleiðslur, hreinsa smurningsolíuganga og yfirleitt allar þær verklegar ráðstafanír sem lík-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.