Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1922, Blaðsíða 5

Ægir - 01.06.1922, Blaðsíða 5
ÆGIR 71 komu aldrei fram. Hvarf skipa með dýr- um förmun greiddu vátryggingafélög, svo eigendur biðu vart tjón. Þegar slríðið byrjaði og England fór að vanta bæði matvæli og aðrar nauð- synjar, farkostum sökt svo til vand- ræða horfði, þá var hleðslumerkinu breytt þannig, að það var fært ofar á skipshlið- iua, sem þýðir það að hlaða skip fram yfir það, sem því er ætlað að bera. Var þetta í fyrstu gert út úr vandræðum, til þess að nota alt rúm í skipum til flutn- inga á matvælum og öðru í stríðinu og var það álitið sjálfsagt á þeim tímum, sem hver einn varð að vera reiðubúinn að iáta líf sitt fyrir föðurlandið. Svo hætti stríðið, en hleðslumerkið stendur enn óbreytt, og nú hverfa skip og hurfu svo siðastliðinn vetur, að full sönnun þykir fyrir, að þau farist á rúmsjó sök- um ofhleðslu og nú er alt i uppnámi og breyting á merkinu heimtuð og að það sé sett eins og það var fyrir stríðið. Hér berjast tveir aðilar; skipaeigendur vilja hafa sem mest upp úr skipum sínum og flytja sem mest í hverri ferð, sjómenn, sem farmana eiga að flytja, heimta örugg skip til sjóferða, en það eru ofhlaðin skip aldrei. Kröfur sjómanna og þeirra, sem mál- efnum þeirra eru hlyntir mega sín mik- ils einkum þar sem kröfar eru byggðar á heilbrigðri skynsemi, sem jafnvel mót- partur getur ekki hrakið. óvenju mikil tjón og hvörf enskra skipa, sem nefnd eru »Marie Louisea type eða lag hafa nú verið tekin til athugunar, og sú teg- und skipa lögð upp, meðan rannsakað er hvað sé að lagi þeirra og smíði er geri þau ótrygg, svo þar er alvará á ferðum. Reglugerðinni verður að framfylgja. það er fyrsta stígið til þess að koma í Veg fyrir slys, og sá mannamissir, sem hér hefir orðið siðan í febrúar s. 1. ætti að benda á þá nauðsyn, að bátar og skip séu í standi, svo ekki megi slæmum útbúnaði um kenna þegar slys ber að höndum. Slysatryggingarsjóð- urinn verður nú að greiða þetta hálfa ár um 200.000 krónur; það er að eins bráðabyrgðarhjálp til þeirra, sem missa sína og þótt upphæðin sé slór, þá er hún hverfandi móti því tjóni, sem að- standendur og sveitafélög verða fyrir í raun réttri við fráfall efnismanna eins og í vetur hefir átt sér stað. 12. júní 1922. Svbj. E. £ög samþykt á ^lþwgi 1922. Lðg um atvluuu við siglingar. 1. gr. Með takmörkunum þeim, sem settar eru í lögum þessum, skal öllum vera heimilt að leita sér atvinnu við siglingar á íslenzkum skipum. I. KAFLI. Um rétt til formensku á skipum 6—12 rúmlestir. 2. gr. Rétt til að vera formaður á is- lenzkum vélbát eða þilskipi, 6 til 12 rúmlesta að stærð, hefir sá einn, er legg- ur fram vottorð frá siglingafróðum manni, tilnefndum af yfirvaldi um það: a. að hann þekki á átlavita; b. að hann þekki alþjóðlegar reglur til að forðast ásiglingu. Svo skal hann og sanna með vottorði læknis, að sjón hans sé ekki sérstaklega áfátt, samkvæml reglum, er Stjórnsrráðið setur. Gegn þessum vottorðum fær hann skirteini frá yfirvaldi, er veitir honum

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.