Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1922, Blaðsíða 12

Ægir - 01.06.1922, Blaðsíða 12
78 ÆGIR ur sern á hinum hvíla t. d. tekjuskatt, skylduvátrygging o. fl. Og þegar drag- vörpuveiðarnar koma má þó búast við að samkepnin verði enn þá tilfinnan- legri. Við þetla bætist einnig, að smærri þjóðirnar hafa vörn i landhelgislínum sínum og má þar benda á meðferðina, sem enskir botnvörpungar fá á íslandi og Færeyjum ef þeir korna af tilviljun inn fyrir þessa linu, þar sem ekki er að eins um stórar peningabætur að ræða, heldur er aili og veiðarfæri einnig gert upptækt. Einnig er talað um, að erfitt sé vegna þessara landslaga að leita lands þótt full þörf sé á t. d. vegna óveðurs eða til þess að ná sér í matmæli o. s. frv.; jafnvel eru dæmi til þess að út- gjöldin við að leita læknishjálpar á ís- landi handa manni, sem þurfti að láta gera við fingur, hafi orðið 25 pund sterl. og var þó viðdvöldin ekki nema örfáar klukkustundir. Og eigi er heldur þvi að heilsa að hægt sé að selja þar aflann, þó að menn vildu losna við hann. Það skal tekið fram, að vissulega ætti enginn ágreiningur að vera á milli þeirra landa, sem þannig stunda sameiginlegau atvinnuveg. En skilyrðin ættu þá líka að vera þau sömu. íslenzkir bontvörp- ungar og færeyisk þilskip hafa um lang- an tíma fengið að lenda óáreitt á Bret- landi og selja þar afla sinn, þar sem isl. lagaákvæðin í þessu tilliti eru að sögn óþolandi, sérstaklega með því að skylda til að setja veiðarfærin í búlka, þótt ein- hvað sé fært sig úr stað, og jafnvel þó að allri veiði sé lokið i þeirri ferð. Mönnum hefir þess vegna komið til hugar að skora á stjórnina að útbúa frumvarp til verndunarlaga fyrir yfirgangi útlendra fiskiskipa, sem leita enskra hafna. Og af þessum rótum er það runnið, að einstaka verzlunarhús hafa neitað að selja isl. fisk og gætu sjálfsagt með fé- lagsskap sínum neytt fleiri til hins sama. Einnig hefir ísverðið verið hækkað i Grímsby síðustu viku fyrir útlend fiski- skip úr 16 sh. upp í 50 sh. tonnið. Þetta má kalla endurgjald, sjálfsvörn eða hvað annað sem vill, en eigi þessi aðferð að fá yfirhöndina, að hver þjóðin reyni að gera annari sem mestan skaða út af sameiginlegum atvinnumálum, þá er illa farið, og má þá einkum búast við að minni þjóðin verði hart úti. Þetta ætti i lengstu lög að forðast og leita heldur eftir samkomulagsgrundvelli, þar setn misklíðin yrði jöfnuð sem fyrst. í þessu efni gætu samningarnir á milli Spánar og íslands verið fyrirmynd, þar sem saltfisktollurinn var settur i samband við innflutning spænskra vína til íslands, og má af þeim samningi sjá, hve langt iná komast, ef samkomulagsviljinn er góður hjá báðum málsaðilum. ísland hefir farið hér hyggilega að ráði sínu, þvi að dæinin frá Portúgal sýna, hverjar afleið- ingar það hefirfyrir fiskiútflutningslöndin, að setja sig á rnóti víninnflutningum frá fiskneytendum þar syðra, þar sem tollur á norskum fiski, borgaður i gulli, er hærri en fiskur annara þjóða seldur i pundatali í búðunum, og gerir það vit- anlega allan fiskinnflutaing írá Norgi ómögulegan. Síðustu ensku fiskskýrslurnar eru fyrir marzmánuð, og má sjá á þeim, að í land hefir komið hér um bil 995,000 cwt. af flski, um 1,070,000 sterlingspunda virði. Þetta var í sama mánuði í fyrra ekki nema 832,000 cwt. en verðið, sem fékst fyrir aflann, var 1,650,000 sterlingspund. Þegar svo er athugað, að botnvörpuveið- arnar eru reknar með tapi nú sem stend- ur, og i annan stað, að mörgum skipum hefir verið lagt upp, þá má sjá að þess- ar tölur eru ekki glæsilegar, því að atla- aukningin stafar auðvitað frá útlendum

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.