Ægir - 01.06.1922, Síða 10
76
ÆGIR
legastar eiu að komi fj’rir og sem eg
áleit nauðsynlegt að nemendur kynnu
til þess að geta haldið vél i góðu og
tryggu standi. — Auðvitað voru nem-
endur einnig æfðir mjög ýtarlega í allri
vanalegri meðferð og hirðingu bæði tví-
gengis- og fjórgengisvéla og i að finna
og laga truflanir við gangsetningu og
þegar vélin gengur.
Verklega kenslan náði einnig yfir nokk-
ur atriði, sem eg taldi nauðsynlegt að
nemendnr fengju dálitla kunnáttu i, þó
þau ekki hafi mér vitanlega verið kend
við hin fyrri námsskeið sem haldin hafa
verið. Af þessum atriðum vil eg sérstak-
lega nefna þessi: Nemendum var kent
að fella og skafa nýjar legur á öxul t.
d. sveifarlegur, gera frigang í þær, hleypa
þeim saman ef þær eru of rúmar, prófa
hvernig þær falla og hvar þær hvíla á
öxlinum, og hvar þarf að skafa úr þeim
o. s. frv. Þetta lagði eg mikla áherslu á,
að nemendur yrðu færir um að gera vel
og með vandvirkni. Einnig var nemend-
um kent að sverfa með þjöl, bæði slétt-
svarf og eins að sverfa sívalan flöt eins
og t. d. rispaðan öxul o. s. frv. Enn-
fremur var þeim kend tinkveiking og
silfur- eða harðkveiking og þeir allir
æfðir i því.
Hver og einn nemandi var oftsinnis
æfður i því að taka sundur vélarnar,
setja þær aftur saman, gera pakningar
o. fl. og var lögð sérstök áhersla á það
að þeir gerðu þetta með vandvirkni og
færu verklega að því.
Munnlega kenslan stóð yfir rúmlega
mánuð og að jafnaði tvo líma á kveldi.
Par var kend gerð og tilgangur hinna
ýmsu vélaparta, hinir líklegustu gallar
þeirra og lagfæring þeirra. Einnig kendi
eg nemendum að teikna og mæla véla-
parta þannig, að þeir gætu gert nauð-
synlegustu smíðateikniugu af einfaldari
pörtum ef þeir bila og látið verkstæði
gera hlutinn eftir teikningunni. — Ann-
ars ber meðfylgjandi listi yfir prófspurn-
ingar nokkuð itarlega með sér, hvað
kent hefir verið og hvers var ætlast til
að nemendur kynnu að námsskeiðinu
loknu.
Mótornámsskeiðið á Akureyri 1922.
Prófspurningar.
1. Batteríkveiking með lágspentum og
háspentum straum.
2. Magnetkveiking, — lágspent fyrir einn
cylinder og háspcnt fyrir fjóra.
3. Einkenni benzinmótora og lýsing á
»Karburator«.
4. Gangráðsöxull og ventilstilling fjór-
gengisvéla. — Fjórgengisfyrirkomu-
lagið.
5. Séreinkenni tvígengisvéla með glóð-
arhöfuðskveikingu.
6. Lýsing á glóðarhöfðum nokkurra
mótortegunda og hvernig þær fá
olíuna.
7. Sveifaröxull, milliöxull, skrúfuöxull,
stefnispipa og skrúfa með hreyfan-
legum blöðum. — Nokkrum gerðum
lýst í aðaldráttum.
8. Stutt lýsing á nokkrum tegundum
gangráða-»Regulatora«.
9. Almennar kupplingar og notkun
þeirra. Hvernig liert á núningskupp-
lingi með stillanlegum bökkum o.
s. frv.
10. Skiftikuppling og fyrirkomulag henn-
ar í aðaldráttum.
11. Legur og ýtarleg lýsing á meðferð
þeirra o. s. frv.
12. Olíuleiðslan, oliupumpan og innspít-
ingsúthúnaðurinn á vanalegum glóð-
arhöfuðvjelum. — Notkun og hirð-
ingu ítarlega lýst.
13. Kælivatnið og notkun þess,