Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1922, Blaðsíða 18

Ægir - 01.06.1922, Blaðsíða 18
84 ÆGIR ur 15 m. há rauðmáluð járngrind. Efstu 3 m. grindarinnar verða timburklæddir, rauðmálaðir með hvítri lárjettri rönd; þar ofan á 3'/2 m. hátt rauðmálað ljós- ker. Ljósmagn hvíta ljóssins verður 20.5 sra., rauða 17 sm., græna 16.5 sm. Á Hranney, yst á tanganum vestan við Hornafjarðarós, verður viti reistur og mun hann sýna hvítt, rautt og grænt fast ljós með snöggum einmyrkva, þann- ig: Hvítt milli Þingnesskers og Boigeyj- arboða en grænt þar fyrir norðan, rautt yfir Borgeyjarboða, Hvanneyjarsker og Sveinsboða, hvítt milli Sveinsboða og Einholtskletts og gramt þar fyrir norðan. Yitahúsið verður 3 m. hátt, hvítt stein- steypuhús með lóðrjettum rauðum rönd- um og 2.5 m. háu rauðmáluðu ljóskeri. Ljósmagn hvíta Ijóssins verður 6 sm., rauða 4 sm., græna 3 sm. Skip, sem koma að sunnan og leita til Djúpavogs fyrir innan Papey haldi Papeyjarvitann hvítan, þangað til Hró- mundarey skiftir í grænt, en leiti þá inn í hvíta horn Strætishornsvitans, eða ef það sjest ekki, inn í hvíta norðaustur- horn Hrómundareyjarv. Þetta horn sje haldið þangað til Papey skiftir frá rauðu í hvítt. Pá er Papeyjarvilinn haldinn hvít- ur, þangað lil Karlsslaðavitinn verður grænn, eða, ef græna Ijósið sjest ekki, þá þangað til hann verðúr hvítur. Karls- slaðav. er haldinn grænn eða hvftur þangað til Æðarhúksv. verður hvítur; er þá haldið inn í þessu horni, þangað til Karlsstaðavitinn aftur verður hvítur í suðvestur. Akkerisplássið er í þessu hvíta horni Karlsstaðavitans, þar sem að Æðarhúksv. skiflir frá grænu i rautt. Sje leitað til Djúpavogs fyrir utan Pap- ey eða úr hafi, skal leita inn í syðra hvíta horn Strætishornsvitans, sem sýnir frítt af skerjunum við Papey; þetta hvíta horn sje haldið, þangað til Karl- staðav. sjest hvitur, eða þangað til Papey skiftir í grænt. Er þá stýrt eftir Karl- staðavita þangað til Æðarhúksvitinn sjest hvítur, og úr því eins og að ofan er sagt. Fyrir skip, sem koma að austan, er leiðbeining í Kambanesvitanum, sem sýn- ir rautt ljós yfir Brök, Skrúð og Ein- boða, þannig að skip, sem ætla þar ut- an við, leita út i hvíta norðausturhorn Kambanesv. Skip, sem fara fyrir innan Einboða, hafa til þess leiðbeiningu í græna horni Kambanes, í sambandi við hvíta hornið í Vattarnesvita. Sje farið fyrir utan skerin skal leitað inn i hvíta norðausturhorn Papeyjarv. og beygt inn i hornin í Karlssaða- og Æðarhúksvita, þegar komið er fyrir Strætishorn, ef farið er til Djúpavogs, ella skal Strætishornsv. haldinn hvítur þangað til komið er fyrir Papey. Nánari upplýsingar um þessavita verða birtar seinna.1) Reykjavík, 2. maí 1922. í næsta tnánuði mun svartmáluð bauja (flöt tunna) með svartri stöng upp úr vænlanlega verða lögð út á 20 m. dýpi fram af rifi þvi sem er út af Reykjum austanvert i Hrúlntlrði. Pegar farið er inn Hrútafjörðinn skal baujan vera bak- borðsmegin við skipið. Baujan verður tekin burt þegar ishætta er. Reykjavík, 26. inai 1922. Vitamálastjórinn Th. Krabbe. ') Leiðarvísir pessi virðist nokkuð strerab- inn fyrir alraenning, en íslendingar eru gófaðir raenn og tekst efalaust að læra lexíuna, en bana verður að kunna utanbókar ef vel á að fara. Ritstb Ritstjóri Sveiubjöru Eglisou. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.