Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1922, Qupperneq 9

Ægir - 01.11.1922, Qupperneq 9
ÆGIR 151 bjarmann og vortt fyrir á ströndinni er skipið bar að landi. Það ónýttist að öllu leyti. »Viola« var eign skipstjóra F'inn- boga Finnbogasonar á Ránargötu 24 i Reykjavík. Var hann fyrir skipinu og er nú nýkominn heim ásamt skipshöfninni, úr svaðilför þessari. Skipið var vátryggt. „Holt er heima hvað“. ísland er gott land, sem getur fætt og klætt helmingi ileiri ibúa, en það nú hefir, ef við hefðum vilja og manndáð til að nota gæði þess. Ef vilja og mann- dáð vantar til þess að bera sig eftir björg- inni, er ekkert það Gósenland til á þessari jörð, þar sem fólkinu getur lið- ið vel. Engin þjóð í heiminum hefir betri skilyrði til þess að henni geti liðið vel efnalega og andlega en islenzka þjóðin. ísland liggur svo mátulega langt frá skar- kala umheimsins, að við heyrum ekki það illa og skaðlega, sem þar gerist, ef við erum önnum kafnir við störf vor hér heima fyrir og gefum okkur ekki tíma til að hlusta eftir því. Og það ligg- ur svo mátulega nálægt umheiminum, að til okkar berast ómarnir af þvi góða sem þar fer fram; og ef við rækjum störf okkar vel og samviskusamlega meg- um við gjarnan leggja þau frá okkur við og við um stundarsakir og hlusta eftir þvi. Við verðum bara ofurlítið hress- ari og betur upplögð til starfanna eftír svoleiðis frístundir, likt og krakkarnir í barnaskólanum eftir frímínúturnar. ísland er svo úr garði gert frá náttúr- uuuar hendi, að um það lykur haf, fult af mesta aragrúa lifandi vera, afýmsum stærðum, lögun og litura, sem við á mjög ófullkomu máli nefnum einu nafni, fiska. Ef eg mætti, skyldi eg segja að undra- máttur alls þessa lífs ylli öldugangi og hafróti, og að hreyfiafl hins kvikula hafs, væru sporðköst og hreyfingar allra þeirra ótölulegu miljóna af lífandi verum sem i hafinu lifa. En eg má það ekki. Hitt má eg segja að undramáttur hins »lif- anda hafs« seiði fiskimennina að sér og vaggi þeim á öldum sínum og geri ýsm- ar »gælur« við þá til að draga athygli þeirra að dásemdum sköpunarverksins. Jafnframt sem það býður þeim að ausa upp auði úr gnægtabrunni þess, til lík- amlegra þarfa þeirra og annara er þeir starfa fyrir á sjónum. Það er því ekki að eins landið sem er gott, heldur einnig og ekki síður hafið sem er í kringum það. Hver vík og vogur, flói og fjörður er hér fullur af fiski og við eigum þetta og megum notfæra oss það á hvaða hátl sem við viljum og samboðið er siðuðum mönnum. En það var nú ekki um nátlúruna og auðæfi hafsins sem eg ætlaði að skrifa, heldur alt annað, en eg tók þennan út- úrdúr af því eg var i góðu skapi, og vona að mér þvi fyrirgefist það. Það sem eg ætlaði að minnast á var það, hvernig við notfærum okkur verðmæti það, er við tökum úr þessari gullnámu — hafinu — sem við höfum fengið að erfðum. Við veiðum hér sild og söltum til manneldis svo mikið að nemur hundruð þúsund tunna árlega. Hana flytjum við út úr landinu og seljum oft og einatl fyrir svo lítið verð, að ekki nægir fyrir framleiðslukostnaðinum. Fyrir andvirði sildarinnar kaupum við svo aftur ýmsar útlendar vörur, svo sem hveiti og aðrar matvörur, sem kallaðar eru nauðsynja-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.