Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1922, Síða 10

Ægir - 01.11.1922, Síða 10
152 ÆGIR vörur. Sviar, sem við seljum sildina telja haua nauðsynjavöru fyrir sig og hún er þar etin af háum sem lágum. Verka- mennirnir sem vinna útivinnu við skóg- arhögg og námugröft telja saltaða síld meiri kjarnfæðu en flest annað sem þeir borða. Reynslan hefir kent þeim að nær- ingar- og hitagildi síldar er svo mikið að þeir vilja ekki án hennar vera. Reir telja eina tunnu af góðri saltaðri íslands sild eins gott búsílag og kjöttunnu. Efna- mennirnir þar útbúa síldina svo, að hún er bæði ljúffeng og lystugur matur, og því réttnefnd »herramannsmatur« og ekk- ert »fínt« borð má vera án sildar. Við hér á landi teljum sildina ekki nauðsynjavöru og borðum mjög lítið af henni. Aftur á móti teljum við hveiti nauðsynjavöru og borðum það daglega og stundum oft á dag. Það flytjum við inn. Söltuð sild hefir jafnmargar hitaein- ingar og hveitibrauð; þ. e, 1 kg. af síld liefir 2400 hitaeiningar og 1 kg. af hveiti- brauði hefir sama hitaeiningafjölda. Sildin er þvi eins mikils virði til næringar eins og hveitibrauðið. 1919 voru fluttar hing- að til landsins um 11 miljón kg. af korn- vörum, sem kostuðu landið 5791792 kr. í beinhörðum peningum, er fóru úr land- inn. Ef við vildum vera dálitið meiri búmenn en við höfum verið, ættum við að spara kornvörukaupin með þvi að borða saltaða síld i þeirra stað. 20 þús- und tunnur af síld er ekki fimti parfur- inn af þeirri kornvöru er hingað fluttist 1919. Er til of mikils mælst að við drög- um af okkur tæplega fimta partinn af kornvörukaupunum og borðum i þess stað sallaða síld. Hún hefir eins og áöur er sagt jafnmikið næringargildi og hveiti- brauð og er oss eins holl og góð f. Ha. Menn geta farið til læknanna og spurt þá hvort svo er ekki. Þó að hér í land- inu væru etnar 20 þúsund tunnur af sild, er það ekkí meira en ein síld á mann sjötta hvern dag. Það virðist ekki ykja mikið jafnvel til að byrja með. Ef við gerum ráð fyrir að ein tn. af saltaðri síld, hafi kostað framleiðendur kr. 30,00 að meðaltali á siðastliðinni vertíð, og að þeir vilji hafa 10% hagnað við söluna; kostar sildartunnan kr. 33,00. Flutnings- kostnaður á síldartunnuna frá framleiðslu- höfn til Reykjavikur eða einhverrar ann- arar hafnar, sem strandferðaskipin koma við á, eru kr. 3,00 fyrir tunnuna, þ. e. 36 kr. Ef við gerum ráð fyrir að kaup- maður eða kaupfélag, sem selur sildina til neytendanna leggi 25% á innkaups- verð og flutningskostnað sildarinnar er útsöluverðið 45 aurar kg. eða nálægt 15 aura stykkið af stórri síld. Þá eru það svo ódýr matarkaup, að annað jafngott fá menn ekki hér á landi. Fyrir eitt kg. af sigtibrauði eru hér í Reykjaoík borg- aðir 90 aurar, og fyrir 1 kg. af Fransk- brauði kr. 1,30. Þetta er slæmt búskap- arlag, sem þarf að breytast. Söltuð síld er bæði næringarmikil og holl fæða fyrir þá, sem stunda erfiðisvinnu úti og engu siður holl þeim, sem vinna við skrifstofu- störf, eða aðra vinnu, er ekki reynir eins á líkamskraftana, þar sem hún er sér- staklega listaukandi. Veturinn 1902—1903 var eg um tíma í Noregi, og var þar sem eg borðaði, söltuð síld til malar tvo daga i viku. Var hún framreidd þannig. að síldin kom inn á borðið, skorin í búta þvert yfir, með roðinu á, og út á hana höfð ediksblanda og fengum við með henni heitar kartöflur; var svo kaffi á eftir. Þessi matur var alveg eins sað- samur og næringarmikill að okkur virt- ist, eins og annað, sem við fengum til miðdegisverðar liina daga vikunnar, t. d. kjötsúpa með saitkjöti o. þ. u. 1., og eng- an heyrði eg kvarta yfir, að þetta væri vondur matpr,

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.