Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1922, Page 14

Ægir - 01.11.1922, Page 14
156 ÆGIR Vitar. A árinu 1921 voru reistir nýir vitar á Gjögri við Reykjarfjörð á Húnaflóa, á Vatnsnesi við Keflavík við Faxaflóa, og í Sandgerði, en vitarnir á Arnarnesi við ísafjörð og í Elliðaey á Breiðafirði, voru bygðir upp að nýju. Gjögurvitinn. Vitabyggingin er 20 ni. há járngrind með logsoðnu ljóskeri, hvort- tveggja smíðað af hf. Hamar. Vitaáhöld- in eru Dalén-ljóstæki með glóðarneti og 3. fl. Katadioptriskri ljóskrónu frá hf. Gasaccumulator í Stokkhólmi. Vitinn sýnir 4 blossa á 30 sek. bili, hvitt, rautt og grænt ljós, og er ljósvidd hvíta ljóss- ins 20 sm. Grind og ljósker var smíðað 1920, en vitinn seltur upp 1921, og hefir hann kostað alls kr. 111885,67. Valnsnesvitinn. Vitabyggingin er 5,5 m. hátt, ferstrent steinsteypuhús meðsteyptu ljóskeri frá S. H. Lundh & Co. í Kristi- aniu, 6. fl. ljóskrónu frá Barbier, Bénard & Turenne í París, en ljóstækin eru síbrennandi olíutæki frá vitastjórninni sænska og sýna hvítt, rautt og grænt ljós með myrkvum. Hvita ljósið sést 6 sm. Hann hefir kostað ca. 8000 kr., og er settur upp á kostnað hreppsfélagsins með styrk úr rikissjóði og Fiskifélaginu, en rikið tekur rekstur hans að sér. Sandgerðisvitinn. Vitabyggingin er 9 m. hár steinsteyptur turn í sambandi við fiskpakkhús H. Böðvarssonar, logsoðið Ijósker, sraíðað í verkstæði brúargerð- anna. Vilaáhöldin eru AGA-ljóstæki með opnutn brennara og 5 fl. ljóskrónu frá hf. Gasaccumulator. Hann sýnir langan blossa, hvítan, rauðan og grænan á hverj- um 6 sek. Hvita ljósið sést 11 sm. Kostn- aðurinn við vitann hefir orðið um 25000 krónur. Arnarnesvitinn, sem var bygður fyrst 1902, var orðinn úreltur og húsið farið að skemmast af fúa, og var þvi nýr viti settur upp. Vitahúsið er 3 m. há, timbur- klædd járngrind og logsoðið ljósker, smiðað i brúargerð rikisins. Vitaáhöldin eru Dalén-ljóstæki nteð glóðarneti og 4 fl. Katadioptriskri ljóskrónu fró hf. Gas- accumulator í Stokkhólmi. Sýnir hann nú einblossa á 10 sek. bili, hvitt, rautt og grænt ljós, og er Ijósvídd hvita Ijóss- ins 14,5 sm. Hann hefir kostað um 26000 krónur. Elliðaegjavitlnn var einnig bygður 1902, en þurfti að endurnýjast. Nýi vitinn er á 10 m. hárri járngrind með logsoðnu ljóskeri. smíðað í brúargerð rikisins. Vitaáhöldin eru samskonar og á Arnar- nesi og einkennið hið sama, en ljósvídd hvíla ljóssins er 18 sm. Hann hefir lcost- um 36800 kr. Th. Krabbe. Timarlt V. F. í, !*22. JLeiðrétting&r. t skýrslu erindrekans í Vestfirðinga- fjórðungi hefir misletrast tala róðrarbáta úr Hnifsdal. lJeir eru í skýrslunni i 7 tbl. taldir 12, en eiga að vera kringum 40 bátar. Einnig er á sama stað vexð á blautfiski talið í vor 0,12 pr. kg., en á að vera 0,12 pr. V* kg. eða 0.24 pr kg. Ennfremur hafa þessar misprentanir slæðst inn i skýrsluna: I 7. tbl. Steingi'. Arason fyrir Steingr. Árnason, Jón Haf- liðason fyrir Jón Hálfdánarson. í 9. tbl. Runólfur Valdimarsson, fyrir Örnúlfur Valdimarsson, Kristján Sigui’ðsson fyrir Friðjón Sigurðsson, Magnús Dagsson fyrir Magnús Vagnsson.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.