Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1922, Qupperneq 16

Ægir - 01.11.1922, Qupperneq 16
158 ÆGIR »01ympic« heimsmet, er það í 7 klukku- stundir samfleytt sigldi 27, 82 sjómílur á hverri klukkustund. »Mauretania« hafði áður sett heimsmet með 27, 50 sjómílna hraða á klukkuslund. Kappsiglingar voru oft haldnar hér áður fyr; reyndu menn þá báta sina og sexæringa, sömuleiðis kepptu þeir, sem seglbáta áttu, en reglur voru engar við- hafðar, engum l)ikurum útbýtt, en gleðin og ánægjan yfir allri frammistöðu var á háu stígi og rifrildi út af einhverjum al- þjóðareglum heyrðusl ekki. Þessar kapp- siglingar eru hér á landi úr sögunni. Áður fyrrum var unun að sjá Engeyinga sigla og reyna hin nýju skip, sem þeir smíðuðu, áður en þeir skiluðu þeim til eigenda, og er þau voru afhent, þurfti einnig að sýna þau og skrið þeirra í ver- stöðunum. Breiðfirðingar voru um eilt skeið miklir sjógarpar og keptu oft á skegt- um sínum, og svo getur verið enn, því sennilega eru ejjamenn þeir einu á land- inu, sem haldið hafa fornum venjum, búið með gamla laginu og haldið öllu í horfi, þrátt fyrir ófriðinn og alt, sem honum hefir fylgt fyrir þetta land. Öldulægir. í nóvemberbl. »Ægis« 1921 var stuttlega skýrt frá aðferð, sem nýlega er farið að viðhafa til þess að læga haföldur, og hljóðaði greinarkornið svo: »Ný aðforð til þess að lægja brimsjó hefir verið reynd og eiga Amerikumenn þar heiðurinn. Áður var olia hvervetna álitin hið eina sem dugði er lægja skyldi haföldur. I hafnarminni og mjó sund, þar sem sjór er ókyrr fyrir utan eru nú lagðar pípur (rör) þannig, að þær nái nokkuð út fyrir sundin eða hafnarmynnin og þegar hvessir og öldur rísa er lofti þrýst með mótorafli gegnum pipurnar, sem liggja eftir botninum og hefir það haft þá verkun, að sjór hefir orðið sléttur á löngu svæði og skipum óhætt að leita þar lands. Hver veit nema að þelta geti komið að góðu haldi á brimlendingastöðum hér á landi. Hugmyndin er ný, en efalausl verður þessi útbúnaður almennur, er kostir hans koma betur í ]jós«. Eftir grein þessari munu fáir hafa tekið og þvi færri niuna, en nú hefir verið skrifað til útlanda frá skrifstoiu Fiskiféiagsins til þess að reyna að fá nánari lýsingu á aðferð og útbúnaði. Sé nokkuð á þessu að byggja, þá ætti að reyna það í brimlendingum hér. Allur útreikningur og áætlanir um hafnabætur hér við land verður að eins vinnan við teikningar, mælingar og útreikning á hafnarvirkjum, þegar kostnaður er svo, að það kemur ekki til mála að hugsa um framkvæmdir. Þegar Alþingi sam- þykkir að veita t. d. 250 þúsund krón- ur til hafnavirkja í fátæku sjávarþorpi, gegn jafnmiklu tillagi frá sveitarfélaginu, þá er það mál dauðadæmt á sömu stundu, því fátæk sveit klýfur slíkt aldrei. Á Hellusandi undir Jökli hafa þorps- búar í sumar steypt 45 metra langan brimbrjót sem slcýli fyrir mótorbáta sina. Eftir útreikningi mun garðurinn kosta um 30 þúsuud krónur. Nú er að fá skýrslu um hvernig hann reynist og að hve miklu liði hann komi, því á þessum sama stað hafa hafnar- virki (skjólgarður) verið áætluð að kosta mundu 1 miljón krónur.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.