Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1923, Page 3

Ægir - 01.05.1923, Page 3
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ISLANDS. 16. árg. Kristján Andrésson Meðaldal við Dýrafjörð. Það er oft furðu hljótt yfir lífi okkar nytsömustu starfsmanna, pólítiskir skrum- arar og skraffinnár þyrla upp eiginhagsmuna moldviðri iklæddir skrautflíkum séreignar, samvinnu eða social- isma, vinnan og fram- leiðslan er lítilsvirt, nema þegar hægt er að skatta hana á einhvern hátt, til að efla tekna fyrir rikissjóðinn. Einkum á þetta sér slað með sjávarútveg- inn, enda er honum svo háttað, að þeir, sem hann stunda eru oft fjarverandi, og þar af leiðandi utan við öldurót stjórnmálanna, °g þó er það verk, sem þar hefir verið unnið á síðastliðinni hálfu öld svo stór- vsegilegt að undrum sætir. lil þess tíma hafði sjávarútvegurinn verið rekinn — eins og landbúnaðurinn i sama sniði að heita mátti, og með sömu tökum eins og var í landnámstíð, en þá er eins og sjómennirnir vakni af löngum vetrardvala og skilji nú fyrst köllun sína. Isinn var brotinn og hverju Nr. 5. Grettistakinu lyft á fætur öðru, og þó verður framþróunin svo róleg og i réltu hlutfalli við getu þjóðarinnar og þroska sjómannastéttarinnar, að undrun sætir hve fá víxlspor hafa þar verið stigin, við svo snögga og stórvægilega breytingu, þegar þiljubátarnir tóku við af opnu bátunum, og svo þilskipin, sem um tíma voru mjög myndarlegar floti, og og hvað þrifnað og út- búning snerti stóð á engan hátt að baki samslags skipum hjá nágrannaþjóðum vor- um, sem höfðu þó marg- falt meiri æfingu á því sviði. En samt fór svo að lengra varð að halda til að standast sam- kepnina, og komu þá stærri mótorbátar og botnvörpungar og svo að lokum hin myndarlegu strandferða- skip vor. Það eru til þeir menn, sem álíta að þilskipin hafa þarna verið dýr og óþarfur milliliður í þessari framþróun, en svo er ekki, það mætti frekar segja, að við hefð- um ekki mátt við því að missa kútterana, því margir eru á þeirri skoðun nú að nýtni og þrifnaði hafi heldur hrakað uin borð í skipum vorum siðan kútterarnir hættu. Reykjavik, Mai 1923.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.