Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1923, Page 16

Ægir - 01.11.1923, Page 16
178 ÆGIR 7. Landhelgis- og Fiskiveiðasjóður. — Fjórðungsþingið lýsir megnustu óá- nægju sinni yfir að Landhelgissjóður hefir verið tekinn til eyðslu, og skor- ar á Fiskiþingið að beitast fyrir að hann sé greiddur inn aflur hið bráð- asta, og síðan notaður til þess, sem lög mæla fyrir. Sömuleiðis skorar það á Fiski- þingið að hafa þau áhrif á Alþingi, að lögum Fiskiveiðasjóðsins sé breytt þannig, að lán fáist úr sjóðnum gegn tryggingu í skipum án veðsetningar fasteigna að auki. Samþ. 8. Steinolíumál. Fjórðungsþingið mót- mælir því, að olíuverslunin sé not- uð sem tekjustofn rikisins, og að einkasalan kaupi lóðir og lönd á kostoað olíuverslunarinnar. Samþ. 9. Atvinnumál. Fjórðungsþingið skorar- á stjórn Fiskifélagsins að gera alt sem hægt er til þess: 1. Að láta rannsaka hvort ekki borgi sig að vinna smurningsolíu úr lýsi og hvað líklegt væri að slík verk- smiðja mundi kosta. 2. Að láta rannsaka hvort ekki er hægt að verka svo hákarl að arðbérandi sé. Þingið væntir þess, að ríkið leggi fé til þessara rannsókna. Enn fremur: Fjórðungsþingið skorar á stjórn F. 1. að gangast fyrir þvi, að komið verði á stofn rannsóknarstofu er rannsaki hvaða mótorar , séu öruggastir, spar- neylnastir og líklegir til þess að vera endingarbestir. 10. Lögskráningar-leppmenska. Fjórð- ungsþingið krefst þess að Fiski- þingið hlutist til um, að á næsta Alþingi verði gerð eftirfarandi breyt- ing á lögskráningarlögunum: a. Að í stað ákvæðis núgildandi laga komi: 'U hluti hverrar íslenzkrar fiskiskipshafnar megi vera útlend- ingar, og nótabassar megi alls ekki vera útlendir. b. Að einnig sé betra eftirlit haft með leppmensku á skipum og útgerð skipa. Samþ. 11. Óviss mál. 1. Erindreki Akranesdeildar vakti máls á, að fróðlegt væri að rann- saka möguleika til fisköflunar við Grænland. Gaf fiskifræðingur Bj. Sæmundsson nokkrar upp- lýsingar um það efni, og stað- hætti þar. 2. Slysatryggingarfélög: Fjórðungs- þingið skorar á stjórn Fiskifélags íslands, að fara fram á við Al- þingi, að lögum um slysatrygg- ingu sjómanna verði breylt; sér- staklega 6. gr. í þá átt, að bætur verði greiddar erfingjum við dauða sjómanna, þó ekki séu á framfæri þeirra, og að ákvæðin í 6. gr. séu löguð í þá átt að bæt- ur fáist fyrir meiðsl og atvinnu- missi, þó minna verði en 8A af vinnuorku. Þá var kosinn stjórn til næsta fjórð- ungsþings: Forseti Ágúst Jónsson. Varaforseti Árni Geir Fóroddssson. Rilari Friðrik J. Rafnar. Vararitari Stefán Sigurfinnsson. Ákveðið að halda næsta fjórðungsþing á skrifstofu Fiskifélagsins. Fleira lá ekki fyrir, þakkaði forseti svo góða samvinnu og kvaddi með nokkr- um hvatningarorðum og sagði síðan þing- inu slitið. Ágúst Jónsson. Friðrik J. Rafnar.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.