Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1926, Síða 19

Ægir - 01.04.1926, Síða 19
ÆGIR Kj5r á eiiskum botn- yörpuskipum. 63 Skýrsla um. sjóvinnnnám* skeiö í Vestmannaeyjum. I vetur ritaði ég grein um fiskiveiðar við ísland, sem ég bað Morgunblaðið fyrir og kom hún út í því í smá bútum. í nefndri grein var þess getið, að þegar svo væri orðið upp sargað hér við land, að ís- lenskum skipum yrði eigi haldið úti vegna þess, hve útgerð hér er d5rr, þá mundu útlendingar halda áfram veiðum hér við land og halda eyðileggingunni áfram á fiskislóðum landsmanna. Kjör fiskimanna á botnvörpuskipum frá Hull og Grímsby eru í apríl 1926 þessi: Skipstj. 10% af neltó (£: 10. - pr. %) Stýrim. 7,125% — — (£: 7-2-6 %) Bátsmaður 49 sh. um viku, 4d af netló £ »Third hand« 45/6— — — 2d— — — Yfir vélstjóri 68/3— — — 3d— — — Undir vélstj. 59/6 — — — 2d — — — Kolamokarar 38/6 — — — ld— — — Hásetar 42/— — — 2d— — — Matsveinar 42/--------— — 2d— — — Alls 13 menn á skipinu. £ = 22,15- ísl. kr. — Shilling = 110 aurar. — d. = penny, um 10 aurar. Margt verður að breytast hér, einkum húsaleiga, áður en íslendingar geta stund- að veiðar fyrir kauptaxta þann og manna- hald, sem nú er á enskum skipurn. Þetta er tekið úr skipshafnarskrá tog- ara frá Hull. Skipstjóri á þvi skipi kvað húsaleigu hina mestu plágu, og kvaðst verða að greiða um 40 £ um árið (um 900 kr.) fyrir tvilyft hús. í þvi eru 8 herhergi, baðklefi, W.C. og blómgarður fyrir framan húsið og afgirt lóð að húsa- baki. Fyrir slíka íbúð mundu 900 kr. vart borgun fyrir 2 mánuði hér. Subj. Egilson. Fimtud. 12. nóv. 1925, fór ég frá Rvík. áleiðis til Vestmannaeyja, eftir beiðni forseta Fiskifélags íslands, til þess að halda þar verklegt námskeið fyrir sjó- menn. Mánudaginn 16. nóv. var nám- skeiðið sett á Hofi í Vestmannaeyjum. Þátltakendur voru 11 að tölu. Seinna bættust við þrír, en einn af þeim mætti sjaldan. Byrjað var á að kenna hnúta, brögð og stanga kaðla. Einnig var kend munnleg stærðfræði 1 tíma á dag. Nokkur kvöld gengu úr vegna bilunar á Ijósamótornum. Stærðfræðistímarnir voru haldnir í barnaskóla Vestmannaeyja. Nemendum var gefinn kostur á að vera allan daginn, frá kl. 10 árd. til kl. 10 síðd. því vegna ýmsra anna gátu þeir ekki altaf mætt á ákveðnum tíma. Nokkr- ir stunduðu námskeiðið vel og voru alla daga frá morgni til kvölds, en yfir leitt var það heldur illa sótt, því sjaldan mættu allir í einu. Einnig var kend neta- bæting, stöngun á vír, viðgerð á segl- um o. fl. Reiðar á báta voru gerðir, líuð segl og bætt, mottur gerðar, klæddir vantar o. fl. Einnig hélt ég nokkra fyrir- lestra, um skoðun skipa, rekakkeri smá- skipa, hirðingu segla, hirðingu báta o. fl. Fjórir af þeim er námskeiðið sótlu, eru formenn á bátum þar. Árangurinn var ekki eins góður og hann átti að vera, en ég tel það hafi verið til mikilla bóta, því einmitt þeir menn, er sóttu námskeiðið, voru fengnir til að standsetja ýmsa báta eftir að námskeiðinu var lokíð. Námskeið- ið byrjaði of seint; hefði átt að byrja 10 okt. og vera úti 10 des. Á þeim tíma eru minstar annir og menn mundu helst gefa sig að því á þeim tíma. Héraðslæknirinn ólafur Lárusson hélt nokkra fyrirlestra

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.