Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1926, Page 23

Ægir - 01.04.1926, Page 23
Æ G I R G7 völdin oft gefið dálitið lengri frest, ef skirteini hafa orðið að endursendast; en hinsvegar hafa menn enga tryggingu fyr- ir, að framlenging á límanum fáist altaf. Td þess að leiðbeina þeim, er þurfa að senda uppruna-skírteini, hefi eg út- fylt eitt eintak, sem jeg hefi sent toll- yfirvöldunum hér, og hafa þau fallist á, að ekkert væri hægt að þeim að finna; en vegna þess, að mikið rúm þyrfti til þess að birta það í blöðum, er því slept. Hefi eg látið prenta skírteini þessi með spönsk- um, islenskum og enskum texta, svo menn eigi hægra með að átta sig á upp- lýsingum og leiðbeiningum þeim, sem prentaðar eru á bakhlið skirteinanna. Að endingu vil eg geta þess, að útmá- anir, stafavillur — hversu lítilfjörlegar sem þær virðast vera — gera skírteinin ógild. Séu skírteinin vélrituð, má ekkert skrifa með bleki, og ógreinileg skrift getur gert skírteinið ónýtt. Bilbao, 3. apríl 1926. Pórður Flygenring. Kelvin-Sleeye mótorinn, það er afar áríðandi fyrir alla þá sem stunda sjávarúlveg, að nota eingöngu þá mótora, sem hægt er að treysta. Kelvin- Sleeve mótorinn hefir þegar sýnt það að hann er þess verður að honum sé gaumur gefinn. Verksmiðjan leggur stöðugt áherslu á að snn'ða vélarnar öruggar og ábj’ggilegar í meðferð og notkun. þetta sannast af heiðarlegum vitnisbuiði frá ánægðum kaupendum og hinni stöðugt vaxandi sölu. Verksmiðjan afhendir nú stöðugt yfir 40 mótora á hverri viku. Vélin er ventlalaus en þó af fjórtakts- tegundinni, sá úlbúnaður er mjög ein- faldur og ábj’ggilegur og vélin þess vegna alveg hljóðlaus. Sveifarhúsið er olíuþétt og hefir ein- göngu baðsmurningu og þess vegna engin smurningsrör. — Á vélinni er séistakur smyrjari sem annast smurningsviðhaldið. Vélin hefir engar olíudælur, engin glóð- arhöfuð, ekki mótorlampa, ekki loftgangs- setning, ekki skifliskrúfu. Vélin nolar ódýr- ustu steinolíutegund og benzín í 4 mínútur við gangsetning, hún reykir ekki, sótar sig ekki og er því afar sparsöm. Kveikingin er með háspentu rafmagni frá vatnsþéttum magnetor. Stórir mótorar eru setlir í gang með fætinum. Vélin er afar sterkbygð en ekki þung, er hljóðlaus og tiltakanlega laus við hrisling. Kelvin-Sleeve vélin er því þögul og örugg í meðferð og notkun og skilar góðum krafti. Sérstök olíugjöf er fyrir hægan gang með fastri skrúfu og hægt að framkvæma langvarandi andóf, án þess að vélin kæli sig eða sloppi. Fleira mætti segja um þessa vélategund, an afkoma mótorbáta-útgerðarinnar er að mestu komin undir því, hvernig mótorinn reynist og þess vegna er áríðandi að hann sé traustur og ábyggilegur. Olafur Einarsson. Shipströnd. Hinn 27. mars rak mótorbátur »lra- foss« G. K. 479 eign Gísla Jónssonar í Njarðvík, upp í Njarðvík og brotnaði svo, að eigi verður við hann gert. Hinn 3. april strandaði liinn nýi botnvörpungur »Ása« eign Duus versl- unar í Reykjavik. Hann strandaði við Grindavík, var á heimleið austan frá banka. Var þetta hin fyrsta fiskiferð skipsins. Mannbjörg varð.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.