Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1926, Qupperneq 11

Ægir - 01.06.1926, Qupperneq 11
ÆGIR 103 minna móti en venja er til á þessum tíma, °g því hefir minna dregið úr saltfisks- neyslunni en annars mundi hafa verið. Hitt er ðrðugra að gera sér grein fyrir, hvort neyslan hefir verið mikil eða lítil uppi um sveitirnar, en gera má ráð fyrir, að það sé hvergi nærri alt upp étið, sem þangað hef- ir farið. Hingað er nú á næstunni von á gömlum fiski í 3 skipum, ,,Risoy“, ,,Samlanæs“ og „Magna“, samtals líkl. kringum 1000 smál., þar af um 280 smál. frá Færeyjum (í Risoy). Þessi tvö fyrnefndu skip eru þeg- ar farin af stað, og verða því hér væntan- lega fyrri part mánaðarins. En hætt er við að „Magna* verði það síðbúin, að henni lendi svo að segja sarnan við fyrstu nýju farmana. Eftir því sem nú áhorfist virðist mega búast við fyrstu förmunum laust eft- ir mánaðamótin júní-júlí. Birgðir af göml- um fiski, sem reikna má með hér til þess tíma, verða því samtals um 2200 smál., og er óhætt að fullyrða, að af því verði að minsta kosti 1000—1200 smál. óseldar í hyrjun mánaðarins. Þess er getið í síðustu skýrslu minni, að enda þótt gera megi ráð 'fyrir, að firn- ingar verði þetta miklar, og sem vitanlega verður að telja ofmiklar, þá væri ekki á- stæða að búast við, að þetta eitt út af fyrir sig þurfi að verða til að draga niður verð- lagið á nýja fiskinum, ef ekki verða aðrar ástæður til að valda því, t. d. lágt fram- hoð á norska fiskinum. En nú eru einmitt þær kringumstæður framkomnar, og það virðist fyrirsjáanlegt, að verðið á nýja fiskinum muni, í byrjun kauptíðar- innar að minsta kosti, verða lángt undir því verði, sem þá var, er þetta er skrifað. Markaðsverð fyyir betri tegundirnar var þá, eins og þar er sagt, uppundir 85 pes. eða sem svarar 47/— cif. (þegar frá er reiknað 4 pes. áætlaður hagnaður pr. 40 kg.). Núverandi markaðsverð. ca 80 pes., svarar aftur til ca 43/— cif., með sama frádrætti fyrir áætluðum hagnaði. Hvor- tveggja er þetta reiknað með gengi 34 pes. pr. £, eins og þá var h. u. b., þegar þessi fiskur var keyptur eða kom hingað. En nú er fullyrt að nýr ísl. línu- og botn- vörpufiskur hafi verið seldur hingað fyrir 37/— cif., 10/— pr. 50 kg. minna en svarar markaðsverðinu fyrir mánuði siðan, og ca. (5/— lægra en sem svar- ar núverandi markaðsverði. Með sama útreikningi og fyr, og reiknað með því gengi sem nú er„ ca 32 pes. pr. £, svar- ar þetta verð til ca 69 pes.. markaðs- verðs. Eins og áður hefir verið skýrt frá mega innflytjendur hjer ekki reikna sjer meiri hagnað en 4 pes. pr. 40 kg„ og er því ekki annað sjáanlegt, en að þetta muni verða markaðsverðið, þegar þessi fiskur er hingað kominn. Það nær nú engri átt að kenna alt þetta geysilega verðfall eingöngu gömlu birgðunum, þó miklar séu, enda er eins og að ofan segir, verið að selja þær um þessar mundir fyrir verð, sem liggur tals- vert fyrir ofan það verð, sem virðist muni verða á nýja fiskinum, og mér liggur við að segja, að það sé þvert á móti nýi fisk- urinn, sem að þessu sinni dragi verðið nið- ur á eldra fiskinum. Sannleikurinn mun þó vera sá, að hvort um sig verkar á hitt, og hvorttveggja niður á við. En það sem vitanlega hefir ráðið úrslitunum að þessu sinni aðallega eru verðtilboðin frá Noregi, sem þessar siðustu vikur hafa stöðugt far- ið úr lágu í lægra, sem byrjuðu kringum. eða fyrir miðjan síðastl. mánuð um 44/-—, en eru nú komin niður í 36/— eða jafn- vel enn minna. Nokkur af þeim erlendu firmum, sem fást við fiskkaup á Islandi, eða hyggjast að gjöra það, hafa trúlega fylgt þessum Iækkandi ferli norsku tilhoð- anna, og hafa gefið hér undir fótinn með tilsvarandi verð, og það jafnvel meðan ísl.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.