Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1926, Síða 26

Ægir - 01.06.1926, Síða 26
118 ÆGIR ir eru í sérstökum húsum og fara ekki út nema við og við til æfinga og svo þegar slys bera að höndum. í Danmörku hafa björgunarbátarnir ein- göngu fastar stöðvar og fara ekki út nema til æfingar og þegar slys bera ða höndum. h2n þó björgunarbátarnir í Danmörku séu algerlega staðbundnir, er tala bjargaðra lándhæst þar i landi, af þessum þremur Norðurlöndum. Ef dæma ætti gangsemi björgunartækjanna eftir því hvað inörguin mannslífum hefur verið bjargað frá dauða i hverju landinu fyrir sig, er Danmörk lang hæst. En það er tæplega rétti mælikvarð- inn, því ólíkir staðhættir o. fl. gerir það að verkum, að sin aðferðin á best við i hverju landinu fyrir sig, og það sein best á við í einum stað hentar ekki öðruin o. s. frv. Þó það geti ónevtanlega verið mikils virði, að kynnast þessum málum hjá ná- grannaþjóðum vorum, þá er ekki þar með sagt, að hér á landi eigi það sama við, sein vel reynist þar. Ég býst fremur við, að þó hér verði eitthvað gert til þess í fram- tíðinni, að draga úr þeim slysum, sem hér hafa verið svo tilfinnanleg á undanfar- andi árum, þá verði þau tæki, sem notuð kunna að verða á ýmsan hátt frábrugðin þeim sem tíðkast annarstaðar — þar eð kringumstæður og staðhættir eru alt aðr- ir hér en þar. Hilt ætti öllum að vera ljóst, að margt er hægt að gera hér sem annarstaðar til þess að draga úr slysum á sjó, og með góð- um vilja og bestu manna ráðum, efa< ég ekki, að mikið má þar að gera. Konungskoman. Að morgni hins 12. júní varpaði kon- ungsskipið „Niels Juel“ akkerum á Reykjavíkurhöfn kl. 9, og voru herskipin „Gejser“ og „Fylla" í fylgd með því. Hátíðahöldum og öðru í sambandi við komu konungs Kristjáns hins tíunda og Alexandrinu drottningar, hafa flest blöð landsins lýst svo greinilega, að ekki virðist ástæða til að fjölyrða um það hér. .1. I Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri andaðist 12. júnímán., 72 ára að aldri. Hann var sonur Þórar- ins Böðvarssonar prófasts í Görðum. Varð stúdent 1877. Las um hríð guðfræði við Hafnarháskóla, en lauk ekki prófi. Varð 1882 skólastjóri á Flensborg og 1908 fræðslumálastjóri. Hann sat á þingi sem 2. þingmaður Gullbringu- og Ivjósarsýslu 1886—1899. Vinsæll maður og vel látinn. Hal'ði hann lengi verið heilsutæpur, en hafði þó oftast fótavist. Að kveldi hins 12. var hann á gangi á götu og hné þar niður og dó ei'tir tvo tíma. Formaður dýraverndunarfélagsins var hann lengi og ritaði inargt um það, sem er áhugamál þess félagsskapar, og hin síð- ustu skrif hans voru að taka málstað illa útleikinnar sauðkindar, sem gæti orðið þeim enn minnisstæðari, sem hafa þá hugs- un, að sama sé hvernig farið er með hin ómálga dýr, er þeir minnast þess, að það voru síðustu skrif Jóns heitins Þórarins- sonar, að taka málstað dýrs, sem ekki gat kvartað og ekki sniiið sér til neins, er því leið illa. Jón Þórarinsson var jarðaður í Görðum hinn 23. júní. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS ÁRIÐ SEM LEIÐ Ársreikningar félagsins eru nú birtir og til sýnis hluthöfum þessa dagana i skrif- stofu félagsins. Hagur félagsins hefir farið batnandi á ár- inu sem leið, arður vaxið og skuldir mink- að.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.