Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1926, Qupperneq 5

Ægir - 01.10.1926, Qupperneq 5
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. 19. árg. Aldursákvarðanir á fiskum og aflaspár. Eg hefi getið þess í fiskabók minni (bls. 411), að mismikið klekst af ýmsum fiski í ýmsum árum, eftir því hve góð skilvrðin eru fyrir klaki og uppvexti seiðanna; tala menn því nú um góð og vond klakár. Það munu hafa verið Norðmenn, sem fyrstir sáu þetta skýrt á vorsíld, sem aflaðist þar árið 1907 og árin þar á eftir. I sildaraflanum þessi ár har sérstaklega mikið á síld, sem var gotin 1904. Þektist hún hæði á því, að þessi árgangur var lang- samlega yfirgnæfandi eftir því 'sem árin liðu og ávalt ári eldri en næsta ár á undan og svo var hreistrið (sem aldurinn er ein- mitt lesinn á) með náttúrlegu auðkenni, þ. e. þriðja ársviðbótin óeðlilega lítil. Við ald- ursrannsóknir á þorski og ýsu þessi sömu ár sýndi það sig í Noregi og víðar, að árið 1904 hafði lika verið gott klakár fyrir þessa fiska. Þessar uppgötvanir hafa orðið til þess, að Norðmenn (og ef til vill fleiri þjóðir) eru nú farnir að rannsaka afla á ýmsum stöðum, til þess að fá vitneskju um á hvaða „árgönguin" beri mest, af þessum og þess- um fiski; í þeim tilgangi, að geta af því spáð nokkuru um það, hvernig aflahorfur muni verða næstu árin um þenna og þenna fisk. Nú hafa Norðmenn rannsakað aldur á þorski, sein aflaðist í fyrra í Lófót og Finn- Nr. 10. mörku. Sýndi það sig, að i Lófót-fiskin- um það er stórþorskur, „skrei“, eins og vetrarvertíðar-þorskurinn hér) har mest á árgöngunum frá 1919, 1917 og 1915; eink- um bar mikið á hinum fyrst talda ((5 vetra fiski), sein menn höfðu búist við, en ekki eins mikið og raun varð á. En þar sem nú reynsla undanfarinna ára er sú, að mest af Lófót-fiskinum er 11—12 vetra fiskur, þá á þessi mikla mergð af (i vetra fiski að boða mikinn þorsk í Lófót í kririgum 1930. — Finnmerkur-fiskurinn (sem yfirleitt er vænn stútungur, „loðnu þorskur") reyndist að vera að mestu leyti (62% af öllum afl- aiium) 6 vetra fiskur, en lítið af yngra fiski og átti það að gefa von um vænan (7 vetra) loðnu-þorsk, en lítið af smærri fiski, árið sem nú stendur yfir (1926), ef veður og önnur atvik leyfðu og hefir það reynst svo. Við samanburð á vetrarveðráttu (úr- komu) í Norður-Noregi síðustu árin og fiskmergðinni þau hin sömu ár, hefir það sýnt sig, að fiskmergðin stafar mest frá þeim árum (þ. e.: klakin mest þau árin) sem vetrarúrkoman var minst, eða að þau hafi verið bestu • klakárin. Veturna 1904, 1912, 1915, 1917 og 1919 var úrkoman mjög lítil. Nú hefir það sýnt sig áður (við rannsókn- ir Norðmannsins, próf. Gran’s, að mikil lir- koma (snjóavetur) hefði í för með sér inikið svifjurtalíf (kísilþörungagróður) í sjónum, vegna þess, að leysingavatnið frá landi flytur með sér mikið af næringarefn- um (uppleystum söltum) út í sjóinn. Mætti Reykjavik, Október 1926.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.